Víkurfréttaljósmyndari hlaut þrjár IPA viðurkenningar
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, hlaut þrjár svokallaðar Honorable Mention viðurkenningar þegar úrslitin í International Photography Awards 2007 voru kunngjörð nú fyrir helgi. IPA eru með eftirsóttustu ljósmyndaverðlaunum á alþjóðavísu en að þessu sinni bárust um 20.000 ljósmyndir frá 90 löndum í keppnina. Honorable Mention viðurkenningu fá þeir ljósmyndarar sem 17 manna dómnefnd tilnefnir í úrslitin, en ná ekki einu af þeim þremur vinningssætum sem keppt er um í hverjum flokki.
Viðurkenningarnar hlaut Ellert fyrir náttúruljósmyndum í flokki atvinnumanna. Hann hlaut eina tilnefningu fyrir 3ja mynda röð af íslenskum vetrarstemmningum í flokknum “Nature –Seasons” og tvær tilnefningar í opnum flokki náttúruljósmyndunar, eina fyrir 3ja mynda röð af glitskýjum yfir Austurlandi og hina fyrir mynd af brimsköflum og dramatískri birtu við Stafnesvita.
Framundan hjá Ellerti er sýning á Ljósanótt samhliða sýningu á brúðusafni Helgu Ingólfsdóttur í Byggðasafni Reykjanesbæjar á Vatnsnesi. Ellert myndaði brúðurnar í vor og verða ljósmyndirnar sýndar ásamt brúðunum.
Í byrjun september tekur Ellert svo þátt í samýningu í Los Angeles Center for Digital Arts í samnefndri borg.
Mynd: Ein af myndum Ellerts í keppninni. Ólgandi brim og dramatísk birta við Stafnesvita.
Viðurkenningarnar hlaut Ellert fyrir náttúruljósmyndum í flokki atvinnumanna. Hann hlaut eina tilnefningu fyrir 3ja mynda röð af íslenskum vetrarstemmningum í flokknum “Nature –Seasons” og tvær tilnefningar í opnum flokki náttúruljósmyndunar, eina fyrir 3ja mynda röð af glitskýjum yfir Austurlandi og hina fyrir mynd af brimsköflum og dramatískri birtu við Stafnesvita.
Framundan hjá Ellerti er sýning á Ljósanótt samhliða sýningu á brúðusafni Helgu Ingólfsdóttur í Byggðasafni Reykjanesbæjar á Vatnsnesi. Ellert myndaði brúðurnar í vor og verða ljósmyndirnar sýndar ásamt brúðunum.
Í byrjun september tekur Ellert svo þátt í samýningu í Los Angeles Center for Digital Arts í samnefndri borg.
Mynd: Ein af myndum Ellerts í keppninni. Ólgandi brim og dramatísk birta við Stafnesvita.