Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 31. janúar 2002 kl. 00:09

Viðurkenningar veittar fyrir starfskynningu

Hátíðarathöfn í lok starfskynningadags milli nemenda Heiðarskóla og Nemenda á Keflavíkurflugvelli var haldin síðdegis í gær. Ellert Eiríksson bæjarstjóri og Kapteinn Kioyohara héltu af því stutta tölu og sögðu m.a. mikilvægt að rækta samskipti þeirra sem ættu búsetu á Reykjanesskaganum sameiginlega. Þátttakendur fengu síðan afhent viðurkenningarskjöl.

Starfskynningarnar tókust vel og störfuðu nemendur af Keflavíkurflugvelli m.a. hjá Hringlist, myndlistarkonunni Sossu og Sparisjóðnum. Nemendur úr Heiðarskóla kynntu sér m.a. rekstur flugbjörgunarsveitar, F-15 vélar og starfsemi slökkviliðs og lækna.

Skipulag þessara starfskynninga er hluti af samstarfi Varnarliðsins og Reykjanesbæjar á grundvelli vináttusambands sem undirritað var af yfirmanni Varnarliðsins og bæjarstjóra Reykjanesbæjar þann 10. ágúst sl.

Frá þessu er greint á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024