Viðskiptaráðherra á fundi á Víkinni í kvöld
Aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ verður haldinn á Víkinni, sal Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur Hafnargötu 80, í kvöld og hefst fundurinn kl. 19:30. Að loknum aðalfundarstörfum tekur Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, gestur fundarins til máls og ræðir stjórnmálaástandið. Allir eru velkomnir.






