Viðrar vel til sundlaugaferða á Suðurnesjum
Það viðrar vel til útivistar á Suðurnesjum í dag. Óopinber hitamælir Víkurfrétta sýndi 15 stiga hita nú eftir hádegið. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í sundlaugar svæðisins og mæður með barnavagna fjölmenna í miðbæinn. Þegar þetta er skrifað eru hins vegar ský á himni, en samkvæmt veðurspá má gera ráð fyrir góðu útivistarveðri næstu daga.