Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

  • Víðismenn söfnuðu 669 þúsund fyrir fjölskyldu Jóhannesar
  • Víðismenn söfnuðu 669 þúsund fyrir fjölskyldu Jóhannesar
Föstudagur 22. júlí 2016 kl. 09:16

Víðismenn söfnuðu 669 þúsund fyrir fjölskyldu Jóhannesar

Samfélagið á Suðurnesjum tók höndum saman á fótboltaleik í Garðinum

Allur aðgagnseyrir og frjáls framlög af leik Víðis og Reynis í 3. Deild karla í fótbolta í gær, rann til styrktar fjölskyldu Jóhannesar Hilmars Jóhannessonar sem lést í umferðarslysi fyrir skömmu. Alls söfnuðust 669 þúsund krónur á leiknum sem var mjög vel sóttur af Suðurnesjamönnum. 

Enn er hægt að leggja til frjáls framlög og bæta við upphæðina en þá má leggja inná reikning 0157-26-255 á kt 5102862279. Víðismenn voru að vonum þakklátir fyrir stuðninginn.

Public deli
Public deli

„Það hefur sýnt sig og sannað að knattspyrnufélagið Víðir, er ekki bara leikmenn sem elta tuðrur, stjórnarmenn og konur sem suða um styrki, heldur eru þetta fjölmargir einstaklingar sem búa í Garðinum og einnig fjölmargir sem búa utan Garðsins sem fylgjast með úr fjarlægð og styðja við bakið á okkur. Samfélagið tók höndum saman og geri ég ráð fyrir því að mikið safnaðist á leiknum til að styðja við fjölskylduna hans Jóa. Það er einmitt þetta samfélag sem maður er svo stoltur af að vera partur af,“ sagði Björn Bergmann fyrirliði Víðis í stuttri yfirlýsingu eftir leik.