Víðismenn sáu Justin Bieber
Í tilefni þess að Víðismenn eignuðust sína fyrstu Íslandsmeistara í yngriflokkum á dögunum var öllum iðkendum hjá Víði boðin bíóferð í Sambíóið í Keflavík. Ríflega 80 iðkendur ásamt þjálfurum fóru saman að sjá Justin Bieber myndina sem gerði stormandi lukku hjá krökkunum sem rauluðu Justin Bieber lög næstu daga á eftir.
Um 80 krakkar æfa knattspyrnu hjá Víði, en mjög ódýrt er að æfa knattspyrnu í Garðinum. Æfingagjaldið er heilar 10.000kr fyrir allt árið sem er nokkuð lægra en gerist víða. Strætóferðirnar á milli Reykjanesbæjar, Sandgerði og Garðs eru 58 í hverri viku svo auðvelt er fyrir alla krakka að sækja æfingar á milli byggðarlaga.Unglingaráð Víðis býður alla krakka sem áhuga hafa á að prófa að æfa knattspyrnu velkomna á æfingar í Garðinum, en æfingatöfluna má finna á heimasíðu bæjarfélagsins. http://svgardur.is/Tomstundaframbod/