Víðir í toppbaráttu 2. deildar

Víðir sigraði Völsung frá Húsavík 2:1 í annari deildinni í dag. Leikurinn fór fram á heimavelli Víðis í Garðinum. Völsungar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og Arnþór Hermannsson skoraði mark fyrir Völsung á 18. mínútu. Þannig var staðan þangað til á 76. mínútu að Dejan Stamenkovic jafnaði fyrir Víði. Milan Tasic skoraði sigurmark Víðis á lokamínútum leiksins. Víðir er í  3. - 4. sæti deildarinnar með 28 stig.