Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Video: Yfirnáttúrulegt? - ítarlegra myndband
Mánudagur 12. júní 2006 kl. 19:14

Video: Yfirnáttúrulegt? - ítarlegra myndband

Myndband sem við settum inn fyrr í dag nýtur mikilla vinsælda. Nú höfum við unnið ítarlegri útgáfu af því og stækkað hluta af myndinni upp, til að sanna... ja... hvað?

Sveinbjörn Sigurðsson, uppstoppari og nú töframaður með meiru, hélt óvænta sýningu fyrir útsendara Víkurfrétta á Kaffi Grindavík fyrir helgi. Á nýja veitingastaðnum hans Helga Einars Harðarsonar við hesthúsabyggðina í Grindavík sýndi Sveinbjörn atriði sem er myndatökumanni okkar ennþá ráðgáta.

Meðfylgjandi myndband var tekið upp við þetta tækifæri. Á myndbandinu tekur Sveinbjörn við 1000 kr. seðli, krumpar hann og lætur hann "hanga" í lausu lofti. Hvernig þetta er gert er okkur ráðgáta! Sjón er sögu ríkari.

Video: Yfirnáttúrulegt atriði - ítarlegra video
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024