Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Video: Vagg og velta í DUUS-húsum
Mánudagur 2. apríl 2007 kl. 12:41

Video: Vagg og velta í DUUS-húsum

Það var heldur betur líf í DUUS-húsum um helgina þegar þar opnaði ný sýning Poppminjasafns Íslands í Geryfjunni. Sýningin Vagg og velta, rokkárin á Íslandi, hefur verið formlega opnuð. Sviðið var „opið“ og fjöldi þekktra tónlistarmanna kom og skemmti viðstöddum við undirleik feðganna Rúnars Júlíussonar og Baldurs og Júlíusar Guðmundssona, sem skipa rokksveit Rúnars Júlíussonar.
Meðal þeirra sem stigu og stokk má nefna Skapta Ólafsson, Helenu Eyjólfsdóttur, Einar Júlíusson, Þorstein Eggertsson, þá tók Rúnar Júlíusson lagið og Dagbjartur Einarsson úr Grindavík tróð óvænt upp.

Sýningin nefnist Vagg og velta, rokkárin á Íslandi og vísar titillinn í frægt rokklag sem Erla Þorsteinsdóttir söng inn á plötu fyrir réttum fimmtíu árum. Lagið þótti óhæft í Ríkisútvarpinu og var því bannað.

Rokkárin einkenndust af andúð margra hinna eldri á hömluleysi æskunnar sem var að brjótast til frelsis og eigin sköpunar. Nýir kraftmiklir tímar voru að hefjast þar sem táningurinn stökk fram alskapaður með nýrri tísku, nýjum tækjum og flottum bílum.

Með frumlegri hönnun Ólafs Engilbertssonar hefur tekist að fanga tíðarandann á skemmtilegan hátt og jafnframt er fróðlegur texti fyrir áhugasama á sýningunni og í sýningarskrá. Ólafur hafði samband við fjölda heimildarmanna við vinnslu sýningarinnar.

Sýningin verður opin daglega frá kl. 13:00 til 17:30, ókeypis aðgangur.

Vefsjónvarp Víkurfrétta: Vagg og velta – smellið hér!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024