Video: Ungfrú Ísland – Sif Aradóttir
Keflavíkurmærin Sif Aradóttir er fegurðardrottning Íslands árið 2006. Sif er 21 árs gömul og er flugumferðarstjórnarnemi en hún lauk Stúdentsprófi frá MH í Reykjavík. Sif var valin Ungfrú Suðurnes fyrir skemmstu og er arftaki Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur sem var Ungfrú Ísland á síðasta ári og síðar Ungfrú Heimur. Hvort Sif takist að leika það eftir er alls óvíst en það dylst engum að þarna er stórglæsileg stúlka á ferð.
Video: Sjá viðtal við Sif Aradóttur
VF-mynd/Hans: Sif og Unnur Birna á úrslitakvöldinu