Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Video: Stjörnuspor til heiðurs Gunnars Eyjólfssyni afhjúpað
Mánudagur 3. september 2007 kl. 14:33

Video: Stjörnuspor til heiðurs Gunnars Eyjólfssyni afhjúpað

Stjörnuspor til heiðurs Gunnars Eyjólfssonar stórleikara og skáta var afhjúpað á síðasta degi Ljósanætur í gær að viðstöddu fjölmenni.

Gunnar Eyjólfsson er fæddur í Keflavík og steig sín fyrstu spor í leiklistinni á fjölum gamla Ungó. Þar tók hann jafnframt þátt í starfi skátahreyfingarinnar en í ár fagnar hún 100 ára afmæli. Það þótti því við hæfi að heiðra Gunnar á þeim tímamótum en hann hefur jafnframt verið valinn bæjarlistamaður Reykjanesbæjar 2001 - 2005.

Við athöfnina stóðu heiðursvörð skátafélagið Heiðabúar og Árni Sigfússon flutti ávarp. Í ávarpi Árna kom fram að Gunnar hafi alla tíð verið stoltur af uppruna sínum og gamla bænum sínum og voru honum þakkaðir hlýjir straumar sem hann hefur alla tíð sent frá sér þegar æsku hans ber á góma.

Steinþór Jónsson formaður Ljósanæturnefndar aðstoðaði Gunnar við að afhjúpa stjörnusporið sem er á horni Klapparstígs nálægt æskuslóðum Gunnars en að því loknu flutti Gunnar ávarp þar sem hann sagði frá þeim konum sem mest áhrif höfðu á uppvöxt sinn og lýsti því m.a. yfir að hann væri Keflvíkingur, búsettur í Breiðholti.
 
Sjá Vefsjónvarp Víkurfrétta hér!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024