Video: Kraftaverk til sölu hjá Víkurfréttum
Nú í desember var sýndur í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju söngleikurinn Kraftaverk á Betlehemstræti. Söngleikurinn, sem er fyrir börn og fullorðna á öllum aldri, segir frá því á gamansaman hátt þegar gistihúsaeigandinn Benjamín lætur græðgina hlaupa með sig í gönur. Alls komu 25 börn frá Suðurnesjum að sýningunni sem er mjög fjörug með grípandi tónlist. ?Verkið er eftir Lowell Alexander í þýðingu Ágústar Jakobssonar og þykir þýðingin í senn auðskiljanleg og hnyttin. Leikstjóri er Guðjón Davíð Karlsson og tónlistarstjórn er í höndum Arnórs Vilbergssonar.??
Víkurfréttir tóku söngleikinn upp á myndband og settu á DVD sem nú er til sölu hjá Víkurfréttum. Nokkur eintök eru ennþá eftir og þau má fá keypt á skrifstofu Víkurfrétta eða með því að senda póst á [email protected]
Meðfylgjandi er stutt brot úr upphafsatriði sýningarinnar.