Video: Ingó sýndi töfrabrögð
Töframaðurinn Ingó skemmti gestum og gangandi sem áttu leið um skrúðgarðinn í Keflavík á þjóðhátíðardaginn.
Á meðal þess sem hann sýndi var bragð þar sem hann beygði skeiðar og gaffla með hugarorkunni einni saman og svo losaði hann sig af eigin rammleik úr spennitreyju sem hann hafði verið bundinn í.
Myndskeið af brögðunum er komið inn í VefTV Víkurfrétta og má sjá með því að smella hér.
VF-myndir/Þorgils