Video: Fékk kúlu með kaffinu
Ótrúlegt skot sem náðist á myndband
Njarðvíkingurinn Ásgeir Snær Guðbjartsson var ný sestur með fullan kaffibolla og ætlaði aðeins að kíkja á vinnufélagana spila smá ballskák, þegar upphafsskotið hjá öðrum þeirra fór svona ótrúlega eins og sjá má í myndbandinu. Skotið heppnaðist ekki betur en svo að Ásgeir fékk kúluna í andlitið og þaðan fór kúlan í kaffibollann með tilheyrandi látum. Þetta ótrúlega atvik náðist á myndband hjá þeim í Valitor þar sem Ásgeir starfar. Honum varð ekki meint af en atvikið vakti mikla kátínu á skrifstofunni.