Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Video: Fálki gerir usla á Fitjum
Mánudagur 23. janúar 2006 kl. 21:34

Video: Fálki gerir usla á Fitjum

Lífið gengur ekki sinn vanagang hjá gæsum og svönum í Reykjanesbæ þessa dagana. Þessir fiðruðu félagar hafa vanist brauðgjöfum frá bæjarbúum og áttu  sér ekki ills von þegar fálki gerði sig heimakominn við tjörnina þeirra  á Fitjum.

Skarð hefur verið hoggið í gæsahópinn, þar sem fálkinn hefur sest að veisluborði og gætt sér á einni gæsinni. Fálkinn er hins vegar var um sig og kom í veg fyrir myndatöku í  veislunni.

Hegðun gæsanna hefur breyst og nú eru þær upp um alla hóla og skima  eftir ógninni um leið og þær kanna hvort ekki sé að koma brauð úr  bakaríinu.

Video: Fálki gerir usla á Fitjum. (.wmv)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024