Video: Ekta sveitaball í Garði
Hljómsveitin Safnaðarfundur eftir messu vinnur nú að sinni fyrstu geislaplötu en strákarnir hafa verið að spila saman síðan 2002. Hljómsveitina skipa Þorvaldur Halldórsson, Gylfi Gunnar Gylfason, Jón Marinó Sigurðsson og Gunnar Ingi Guðmundsson.
Upptökur á plötunni hafa farið fram í MK hljóðveri hjá Magga Kjartans en á plötunni verður að finna bæði frumsamið efni og coverlög. Annasöm helgi er framundan hjá bandinu sem treður upp á H-punktinum annað kvöld og á laugardagskvöld verður hljómsveitin í þjóðhátíðarskapi þegar þeir standa fyrir ekta sveitaballi í Samkomuhúsinu í Garði.
Stjörnufansinn hefur ekki farið framhjá strákunum en þeir hafa nokkrum sinnum hitað upp fyrir Sálina hans Jóns míns og þá verið að leika fyrir rúmlega 500 manns.
Við sviðið í Samkomuhúsinu er brunaslanga sem strákarnir kunna vel með að fara og munu nota hana óspart til að kæla niður ballgesti.
Video: Safnaðarfundur eftir messu tekur lagið „Bein leið“
[email protected]