Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Video: Arnar Dór áfram en Tómas sendur heim
Þriðjudagur 24. janúar 2017 kl. 09:58

Video: Arnar Dór áfram en Tómas sendur heim

Sjáðu flutninginn hjá hinum rafmögnuðu Suðurnesjamönnum

Rafvirkjarnir söngelsku af Suðurnsjum áttu misjöfnu gengi að fagna um helgina í The Voice Ísland söngkeppninni. Keflvíkingurinn Arnar Dór Hannesson komast áfram með glæsibrag þegar hann söng slagarann gamla Þú átt mig ein, sem Hafnabúinn Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði frægt á sínum tíma. Fékk hann mikið lof fyrir frammistöðuna. Flutning Arnars má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingurinn Tómas Guðmundsson datt úr keppni þrátt fyrir frábæra frammistöðu en hann spreytti sig á Eagles laginu Desperado eins og sjá má hér að neðan.