Video: Arnar Dór áfram en Tómas sendur heim
Sjáðu flutninginn hjá hinum rafmögnuðu Suðurnesjamönnum
Rafvirkjarnir söngelsku af Suðurnsjum áttu misjöfnu gengi að fagna um helgina í The Voice Ísland söngkeppninni. Keflvíkingurinn Arnar Dór Hannesson komast áfram með glæsibrag þegar hann söng slagarann gamla Þú átt mig ein, sem Hafnabúinn Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði frægt á sínum tíma. Fékk hann mikið lof fyrir frammistöðuna. Flutning Arnars má sjá hér að neðan.
Grindvíkingurinn Tómas Guðmundsson datt úr keppni þrátt fyrir frábæra frammistöðu en hann spreytti sig á Eagles laginu Desperado eins og sjá má hér að neðan.