Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Víða eru myndefnin
Mánudagur 8. júní 2009 kl. 11:35

Víða eru myndefnin


Þau voru greinilega út um allt, myndefnin á Sjóaranum síkáta í Grindavík, eins og þessi mynd ber glögglega með sér. Það er misjafnt hvað kallar á auga ljósmyndarans, annar beinir linsunni út og hinn suður.

Hin árlega bæjar- og sjómannahátíð Grindvíkinga var vel sótt um helgina og skemmtu ungir sem aldnir sér hið besta enda nóg skemmtiefni í boði fyrir alla fjölskylduna. Margir komu um langan veg til að njóta hátíðarinnar og var nýja tjaldsvæðið í Grindavík þegar orðið yfirfullt á föstudaginn.

Við munum sýna myndir frá hátíðinni í næsta tölublaði Víkurfrétta. Einnig eru væntanlegar myndir inn á ljósmyndavefinn hér á vf.is.
---

VFmynd/elg.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024