Við verðum alltaf vinir
Rútubílstjórinn og bæjarstjórinn hittust.
„Vinskapur sem aldrei dvín eða dalar,“ segir Gróa Hreinsdóttir, sem þekktust er fyrir áratuga langt og óeigingjarnt framlag sitt til tónlistar, söngs og gleði. Einnig er hún móðir Sigga í Hjálmum.
Þessi skemmtilega mynd var tekin á dögunum þegar Gróa og Kjartan Már Kjartansson, verðandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, urðu á vegi hvors annars í blíðunni. Gróa birti myndina á Facebook í gærkvöldi. „Við vorum ung þegar við byrjuðum að spila saman, ég á píanó og hann á fiðlu. Löngu seinna urðum við samkennarar og nú er hann orðinn bæjarstjóri og ég keyri rútu - en við verðum alltaf vinir,“ skrifar Gróa jafnframt í texta með myndinni.