„Við erum í raun að bjarga mannslífum hér“
Fjölsmiðjan er fjögurra ár í dag.
„Í dag fagnar Fjölsmiðjan fjögurra ára afmæli og 55 ára afmæli Sigurgeirs (Geira) sem hefur starfað við hér frá stofnun,“ segir Þorvarður Guðmundsson, forstöðumaður og bætir við að hún dafni vel. „Við erum komin með 27 þátttakendur og við erum að undirbúa nýtt verkefni sem er brettasmíði,. Svo er búðin farin að velta miklu meira en hún gerði áður, bæði í gegnum Facebook og svo er rýmri opnunartími. Eftir stækkun er miklu rýmra hérna og meira flæði.“
27 ungmenni, þar af 6 í námi
Sex af 27 ungmennum hjá Fjölsmiðjunni eru í námi í FS. „Það er mjög flott. Það er fræðsluskylda til 18 ára en eldri krakkar en það eru í fullu námi og einnig að vinna hér. Við erum í þessu að stíga mikil framfaraskref se, við erum stoltust af,“ segir Þorvarður og bæti við að einnig sé gott samstarfi við MSS, Vinnumálastofnun og Björgina. „Hingað koma margir sem vilja gefa af sér og hjálpa til. Það er alveg rífandi gangur en okkur vantar opinbert fé til að reka þetta. Við erum fjögur sem störfum hérna, leigjum heljarmikið húsnæði og erum í raun að bjarga mannslífum því virknin og mætingin eru svo góð. Reykjanesbær stendur sig mjög vel í að styðja okkur og sveitarfélögin. Ríkið þarf að líta á okkur eins og að hér sé framhaldsskóli, eins og að við séum að sinna þeirri skyldu.“
Þakklátur velvilja þeirra sem gefa
Þorvarður segist þó afar þakklátur öllum þeim velvilja sem þau mæti frá þeim sem gefa hluti til þeirra. Við sækjum þá. Það hefur orðið vitundarbreyting um að hér sé græn starfsemi, þ.e.a.s endurnýting. „Við erum með nytjamarkað og þar öðlast hlutir annað líf. Það er svo gaman þegar fólk kemur hingað, sér gamla muni og fær nostalgíuskast. Sumir kaupa líka hitt og þetta sem þeir eru að safna.“ Einnig hafi þau komið krökkum áfram í vinnu og séu sífellt að leita að atvinnutækifærum fyrir þá. „Við reiðum okkur á velvilja fyrirtækja með atvinnu og stuðning. Þetta er rosalega lifandi, enginn dagur eins og maður þarf að vera í þessu af öllum sínum þunga. Hér er gott teymi og við erum að gera samfélaginu gott. Hér ríkir líka góður andi og gagnkvæm virðing og við byggjum mikið á þeirri hugsun. Við erum með allt litrófið af fólki úr mjög ólíkum aðstæðum og allir komast fyrir hér undir þessu þaki. Svo finnum við styrkleika hvers og eins og hvað hann getur nýtt hann í.“
Fjölsmiðjan verður með nytjamarkaðinn opinn í allt sumar og bílaþvottinn eins og hægt er. Þorvarður segir verslunina orða þar mikilvæga að það verði að mæta þeim væntingum.
Bílaþvottur er mjög vinsæl þjónusta hjá Fjölsmiðjunni.