Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Við áramót: HM í fótbolta bjargaði sumrinu
Kristín Elísabet Pálsdóttir.
Sunnudagur 30. desember 2018 kl. 08:00

Við áramót: HM í fótbolta bjargaði sumrinu

Kristín Elísabet Pálsdóttir heitir daman en flestir þekkja hana sem Stínu. Hún horfir á skaupið með öðru auganu og segir götuna heima hjá sér verða eins og orrustuvöll á gamlárskvöld því skotgleðin er svo mikil hjá eiginmanninum og nágrönnum.
 
Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu?
Afmælisferðin með fjölskyldunni til Grikklands, það er ómetanlegt að hafa tækifæri til að ferðast með börnum, tengdabörnum og barnabörnum.
 
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018?
Maðurinn minn varð sextugur og fyrirtæki fjölskyldunnar tók á móti endurnbyggðu skipi á árinu. Ég kom mér loksins af stað með Krílasálma í Grindavíkurkirkju en þá á ég stund með foreldrum og krílunum þeirra. 
 
Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? 
Fréttirnar frá Heimsmeistaramótinu í fótbolta björguðu sumrinu. Við vorum næstum því best þannig að það skipti ekki máli þó að himnarnir grétu mest allt sumarið.
 
Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu?
Nýtt framboð Rödd unga fólksins kom, sá og sigraði í bæjarstjórnarkosningunum í Grindavík í vor. Vitandi það að ungt fólk sé tilbúið að taka við keflinu gefur okkur von um bjarta framtíð bæjarins. Svo má ekki gleyma að þakka fyrir að byrjað er að bæta Grindavíkurveginn.
 
Hvað ætlar þú að borða um áramótin? 
Ég er ekki búin að ákveða nýárssteikina en í gegnum árin hef ég haft eitthvað einfalt þ.e. kjúkling eða lamb og frúmas og ís í eftirrétt. Eitt árið ákváðum við hjónin að fara út fyrir þægindarammann og hægelda dýrindis nautasteik. Það fór ekki vel, það kostaði svita og tár að ná að borða fyrir miðnætti. 
 
Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér? 
Ég fer í messu klukkan fimm og syng með kirkjukórnum, fer heim og fjölskyldan borðar saman. Við horfum á skaupið, reyndar geri ég það með öðru auganu því ég finn mér alltaf eitthvað til að stússast. Þá tekur skothríðin við og gatan verður eins og orrustuvöllur því skotgleðin er mikil hjá eiginmanninum og nágrönnum. Ég lauma mér inn og horfi á árið hverfa í Ríkissjónvarpinu og hlusta á þjóðsönginn. Eftir það hefst partý þar sem systkini og vinir bætast í hópinn. 
 
Strengir þú áramótaheit?
Ég strengi ekki formlega áramótaheit en oft fylgja hugsanir um að bæta mig á einhvern hátt.
Public deli
Public deli