Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Við áramót: Alltaf í kirkju á gamlársdag
Guðný Ásberg Björnsdóttir og Elísabet Ásberg.
Mánudagur 31. desember 2018 kl. 13:00

Við áramót: Alltaf í kirkju á gamlársdag

Guðný Ásberg Björnsdóttir ólst upp í Keflavík og á sterkar rætur hingað. Hún eldar einfalda uppskrift af humar á gamlárskvöld eftir messuferð með eiginmanninum Árna Samúelssyni.
 
Hvaða stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu?
Ferðalög með Árna manninum mínum. Við fórum nokkrum sinnum til Los Angeles en það var mikið vegna vinnu og svo í frí í bland. Í október flugum við til Vancouver og sigldum með Emerald Princess til Los Angeles. Við höfum gert mikið af því að sigla með Princess Cruises víða um heim en það er svo þægilegur ferðamáti því hótelið er um borð og engin bið á flugvöllum. Bara fara í land þar sem stoppað er og svo aftur um borð.
 
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2018?
Nei ekki get ég sagt það.
 
Hvað fannst þér stóra fréttin á landsvísu? 
Fjöldi ferðamanna til landsins.
 
Hvað fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu?
Útilistaverk Elísabetar dóttur minnar við  Duus hús í Keflavík. Það yljaði okkur fjölskyldunni um hjartarætur.
 
Hvað ætlar þú að borða um áramót? 
Humar. Uppskriftin er sáraeinföld. Pönnu-steiktur  upp úr smjöri. Hvítlauksrif, salt og pipar, sítrónupipar og steinselja. Gott salat og kannski hrísgrjón. Þar sem við förum í messu á gamlárskvöld þá byrjaði ég á því að hafa eitthvað einfalt og fljótlegt.
 
Eru einhverjar áramóta / nýárshefðir hjá þér?  
Við Árni förum alltaf í kirkju á gamlársdag. Við förum svo heim til yngri systur Árna um miðnætti og hittum systur hans, eftir að hafa hitt börnin okkar en þetta höfum við gert í mörg ár að hitta systur hans og maka og spjöllum við saman til rúmlega klukkan tvö um nóttina.
 
Strengir þú áramótaheit?
Ég bið alltaf um hjálp til að verða betri manneskja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024