VF ÚTTEKT: Fræðsla gegn fordómum lykilatriði
Eru unglingar á Suðurnesjum með kynþáttafordóma í garð innflytjenda? Hefur neikvæð umræða meðal unglinga á Suðurnesjum um innflytjendur aukist á síðustu árum? Samkvæmt þeim samtölum sem Víkurfréttir hafa átt við fjölda aðila varðandi þessi mál kemur í ljós að áhyggjur manna byggjast á því að neikvæðar umræður unglinga um innflytjendur hafi aukist á síðustu árum. Einn aðili benti á að fyrir 10-15 árum hafi örfáir innflytjendur á unglingsaldri búið á Suðurnesjum, en á síðustu árum hefur fjölgað töluvert í þeim hópi. Annar aðili sagði að hann hefði áhyggjur af því ef þessi neikvæða umræða myndi aukast og að heimilin og skólinn þyrftu að taka höndum saman við að kveða niður fordóma og auka fræðslu.Umfjöllun um þessi mál er viðkvæm og vildu fáir aðilar sem Víkurfréttir ræddi við tjá sig um málið undir nafni og sögðu ástæðuna vera að þeir vildu ekki tengja umræðuna við ákveðna skóla á Suðurnesjum, því vandamálið væri til staðar um allt Ísland. Samfélagsfræðikennari sem Víkurfréttir ræddi við sagði að töluvert væri um kynþáttafordóma unglinga í garð innflytjenda og ekki bara á Suðurnesjum, heldur um allt land: „Vonandi er þetta hávær minnihluti sem er mikið áberandi, en krakkarnir eru ófeimnir við að viðra sínar skoðanir og menn skammast sín ekkert fyrir að viðra fordóma sína.“
Samfélagsfræðikennarar verða meira varir við skoðanir unglinganna þar sem á námskránni er þjóðfélagsfræði og ýmis umræða um hugtök eins minnihlutahópa, þjóð og þjóðerni og spurningunum „hvað er Íslendingur?“ og „hvað er þjóð?“ er velt upp. Hann segist sérstaklega sjá fordóma í garð ákveðinna hópa innflytjenda: „Sérstaklega hef ég fundið fyrir fordómum í garð innflytjenda frá Tælandi en minna gagnvart öðrum hópum, einhverra hluta vegna. Ég verð minna var við slíka fordóma gagnvart blökkumönnum.“
Kennaranum finnast fordómarnir hafa aukist á síðustu árum: „Þetta er vandamál sem íslendingar þurfa að fara að horfast í augu við og taka á umfjöllun um innflytjendamál og aukna fjölbreytni í íslensku samfélagi. Það verður að taka þessa umræðu á vitrænan hátt en það hefur ekki verið gert hingað til. Þess vegna fara fordómar af stað og það er ofboðslega hættulegt ef kynslóð elst hér upp með slíka fordóma, því eins og ég sagði getur minnihlutinn verið hávær.“
Þegar atvinnuleysi eykst segist kennarinn merkja aukna neikvæða umræðu í samfélaginu um innflytjendur: „Ísland er mjög einleitt samfélag og þetta er mjög nýtt fyrir okkur. Og núna þrengir mjög að vegna atvinnuástandsins. Umræður fara að spretta upp varðandi það að innflytjendur séu að taka vinnu frá íslendingunum þegar atvinnuleysið eykst.“
Þegar kennarinn er spurður að því hvað hægt sé að gera svarar hann: „Fyrst og fremst er að viðurkenna það að kynþáttafordómar eru vandamál og þora að ræða um það. Þetta er ekki eitthvað sem er bara í Reykjanesbæ eða á Suðurnesjum, heldur er þetta allsstaðar á landinu. Stjórnvöld þurfa að átta sig á því að það þarf að setja ákveðna stefnu varðandi þennan málaflokk. Það þarf að ákveða hvernig tekið sé á móti innflytjendum, hvernig hægt sé að fræða íslendinga um mismunandi menningarheima og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að þeir sem flytji til okkar lokist í sínum menningarkima. Þetta eru grundvallaratriði sem þarf að taka á.“
Annar samfélagskennari sem Víkurfréttir ræddi við og vildi ekki láta nafns síns getið sagði að því miður væru fordómar í garð innflytjenda töluvert útbreiddir, ekki bara meðal unglinga heldur líka fullorðinna: „Þessir fordómar fara kannski ekkert hátt, en um leið og þessi mál eru tekin til umræðu og krakkarnir fara að tjá sig þá finnur maður að fáfræðin er mikil í sambandi við þessi mál. En ástæðan fyrir því að þessar skoðanir fara ekki hátt er vegna þess að krakkarnir vita að það er ákveðið „taboo“ að hafa þessar skoðanir.“
Kennarinn segir að þessir fordómar séu vegna fáfræði eins og allir aðrir fordómar: „Lykillinn að því að eyða þessum fordómum er að upplýsa fólk, en það þarf að leyfa þessum einstaklingum að koma fram með sínar skoðanir þó þær séu neikvæðar og síðan þarf að ræða hlutina. Skólarnir þurfa allir að taka á þessum málum.“
Í þeim samtölum sem Víkurfréttir hafa átt við ýmsa aðila var ítrekað bent á hve stórt hlutfall væri af nemendum af erlendu bergi brotnu í Myllubakkaskóla og voru margir á þeirri skoðun að fordómarnir eyddust þegar hóparnir kynntust og væru saman í skólanum.
Í Myllubakkaskóla eru um 10% nemenda af erlendu bergi brotnir. Vilhjálmur Ketilsson skólastjóri Myllubakkaskóla sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði alls ekki orðið mikið var við fordóma í skólanum: „Það eru eitt og eitt dæmi sem koma upp, en það eru alls ekki alvarleg dæmi. Í skólanum eru margir nemendur af erlendu bergi brotnir og nemendum finnst það eðlilegt og þessir krakkar falla vel inn í hópinn. En auðvitað koma upp vandamál öðru hverju sem við tökum á af mikilli festu. Ég get alls ekki sagt að um vandamál sé að ræða.“
Víkurfréttir ræddu við skólastjórnendur af öllum Suðurnesjum um kynþáttafordóma og í langflestum tilfellum töldu þeir að skólarnir þyrftu að auka fræðslu um þessi mál og eyða þannig fordómum. Þeir voru sammála um að umræða um þessi mál væri þörf, ef hún færi fram á faglegum nótum.
Þegar á heildina er litið virðist vera nokkuð um kynþáttafordóma á Suðurnesjum og er alls ekki hægt að segja að sé verri hér en annarsstaðar á Íslandi, enda hefur umræða um þessi mál verið í öllu samfélaginu um nokkurra ára skeið. Skólarnir virðast vera að taka á þessum málum og er fræðsla þar lykilatriði, enda er hún besta vopnið gegn fáfræði og fordómum.
Fjörheimar án fordóma
Hafþór Barði Birgisson forstöðumaður hjá félagsmiðstöðinni Fjörheimum segir að hann hafi ekki orðið var við kynþáttafordóma hjá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina. Hann segir að frá því hann hóf störf hjá Fjörheimum fyrir um fjórum árum síðan hafi hann aldrei fundið fyrir kynþáttafordómum í garð litaðra íslendinga: „Ég hef aldrei orðið var við þannig umræðu hjá krökkunum og ég er bara að heyra þetta í fyrsta skipti.“
Hafþór segir að það geti verið önnur umræða inni í skólunum, heldur en í Fjörheimum: „Það getur vel verið að það sé meira um þetta inn í skólunum þar sem allir eru í vörn, ég veit það ekki. Í Fjörheima eru að koma krakkar sem eru mjög opin og félagslynd og þau eru alls ekki með neina fordóma. Við erum líka sem betur fer að fá hörundsdökka krakka í félagsmiðstöðina og það hafa engin vandamál verið að koma upp,“ segir Hafþór.
Gylfi Jón Gylfason skólasálfræðingur hjá Reykjanesbæ:
Gefum skýr skilaboð
Verður þú var við aukna kynþáttafordóma unglinga á Suðurnesjum í garð innflytjenda?
Nei. Ég held að það sé hvorki meira né minna af fordómum en búast má við í sveitarfélagi af þeirri stærðargráðu sem Reykjanesbær er. Staðreynd málsins er sú að við lifum í fjölþjóðlegu samfélagi og það er eðlilegt að það taki dálítinn tíma að aðlaga sig að því. Það hefur aldrei í veraldarsögunni verið um jafn miklar breytingar að ræða eins og á síðustu árum. Í þeirri Keflavík sem ég ólst upp í var lítið um fólk af erlendu bergi brotið.
Er einhver vinna í gangi innan skólanna til að sporna við neikvæðri umræðu um innflytjendur?
Já. Fyrir stuttu ræddi ég við skólastjórnanda sem vildi finna leiðir til að draga úr fordómum gagnvart innflytjendum og þar er fræðsla lykilatriði.
Hvað finnst þér að ætti að gera?
Aðalatriðið er fræðsla og að gefa skýr skilaboð inn í barna- og unglingahópana um að kynþáttafordómar af hvaða tagi sem er séu algjörlega ólíðandi. Það þarf að uppræta þessa fordóma með þeim ráðum sem til þarf.
Telurðu að umræða um þessi mál skaði eða sé til bóta?
Vel gerð og uppbyggileg umræða skaðar ekki. Ábyrgð fjölmiðla er hinsvegar mikil. Ef að fjallað er um málið á ábyrgan hátt en ekki í einhverjum æsifréttastíl þá skaðar umræðan ekki, heldur getur hún verið til bóta.
Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri:
Stundum velja börn sér óæskilegar fyrirmyndir
Hefur Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar einhverja ákveðna stefnu í því að eyða fordómum unglinga í garð innflytjenda?
Hvers kyns fordómar hafa fylgt mannskepnunni frá upphafi vega og þess vegna er lögð áhersla á það í grunnskólalögum og í aðalnámsskrá grunnskóla að temja börnum umburðarlyndi og kristilegt siðgæði í garð meðbræðra sinna. Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar starfar eftir grunnskólalögum og Skólastefnu Reykjanesbæjar og reynir að sjá til þess að þessum lögum sé framfylgt. Það hefur hins vegar ekki verið óskað eftir aðstoð Skólaskrifstofu vegna kynþáttafordóma unglinga né annarra, þannig að við höfum ekki upplifað þetta sem vandamál. Við höfum tekið þátt í að undirbúa komu flóttamanna, tökum á móti innflytjendum og sjáum til þess að þeir fái lögbundna kennslu og vinnum því allnáið með kennurum innflytjenda og þar virðist vel hafa tekist til. Nú er verið að vinna að mótun fjölskyldustefnu bæjarins og þar fá þessi mál einnig mikið vægi.
Hvað telurðu að sé mikilvægast í því að eyða fordómum?
Ég veit ekki um neitt þjóðfélag og reyndar ekki margan manninn, sem er algerlega laus við fordóma af einhverjum toga. Fordómar stafa fyrst og fremst af ótta við það sem er manni ókunnugt eða framandi. Þess vegna er fræðsla og góðar fyrirmyndir besta leiðin til að hamla gegn fordómum. Börn eru áhrifagjörn og mótast af fyrirmyndum í umhverfinu. Í öllu skólastarfi á að leggja áherslu á kristilegt siðgæði, jafnrétti og bræðralag og umburðarlyndi gagnvart meðborgurum eins og ég sagði áðan. Það er víða komið inn á þessi mál í kennsluefni grunnskóla með beinum eða óbeinum hætti s.s. lífsleikni og kristnifræði og við val á lesefni.
Hverjar telurðu helstu ástæður fordóma?
Ef við erum að sjá aukin merki um fordóma í garð innflytjenda, þá er ég ansi hræddur um að við séum að sjá endurspeglun af þeirri umræðu sem á sér stað í alþjóðamálum, þar sem þjóðum eða trúarbrögðum er stillt upp sem andstæðingum. Umræðan um yfirvofandi stríð vesturlanda gegn Írökum eða hið svokallaða heilagt stríð Bin Ladens hryðjuverkamanna gegn vesturlöndum, er allt í kringum okkur og hver getur svarað því hvernig barnsheilinn vinnur úr þeirri umræðu? Yfirlýsingar ráðamanna í fréttum minna óneitanlega nokkuð á málfar tölvuleikja og hasarmynda, maður veit ekki hvernig unglingar vinna úr slíkum yfirlýsingum. Ég er ansi hræddur um að börn og unglingar stilli þessum áróðri upp sem annað hvort svörtum og hvítum, við gegn þeim, og þetta hefur mikil áhrif á þau. Á tímum sem þessum er enn mikilvægara en ella að foreldra ræði við börnin um innhald frétta og muninn á réttu og röngu. Stundum velja börn sér óæskilegar fyrirmyndir og það er afar mikilvægt að foreldrar fylgist vel með og þekki börnin sín vel.
Samfélagsfræðikennarar verða meira varir við skoðanir unglinganna þar sem á námskránni er þjóðfélagsfræði og ýmis umræða um hugtök eins minnihlutahópa, þjóð og þjóðerni og spurningunum „hvað er Íslendingur?“ og „hvað er þjóð?“ er velt upp. Hann segist sérstaklega sjá fordóma í garð ákveðinna hópa innflytjenda: „Sérstaklega hef ég fundið fyrir fordómum í garð innflytjenda frá Tælandi en minna gagnvart öðrum hópum, einhverra hluta vegna. Ég verð minna var við slíka fordóma gagnvart blökkumönnum.“
Kennaranum finnast fordómarnir hafa aukist á síðustu árum: „Þetta er vandamál sem íslendingar þurfa að fara að horfast í augu við og taka á umfjöllun um innflytjendamál og aukna fjölbreytni í íslensku samfélagi. Það verður að taka þessa umræðu á vitrænan hátt en það hefur ekki verið gert hingað til. Þess vegna fara fordómar af stað og það er ofboðslega hættulegt ef kynslóð elst hér upp með slíka fordóma, því eins og ég sagði getur minnihlutinn verið hávær.“
Þegar atvinnuleysi eykst segist kennarinn merkja aukna neikvæða umræðu í samfélaginu um innflytjendur: „Ísland er mjög einleitt samfélag og þetta er mjög nýtt fyrir okkur. Og núna þrengir mjög að vegna atvinnuástandsins. Umræður fara að spretta upp varðandi það að innflytjendur séu að taka vinnu frá íslendingunum þegar atvinnuleysið eykst.“
Þegar kennarinn er spurður að því hvað hægt sé að gera svarar hann: „Fyrst og fremst er að viðurkenna það að kynþáttafordómar eru vandamál og þora að ræða um það. Þetta er ekki eitthvað sem er bara í Reykjanesbæ eða á Suðurnesjum, heldur er þetta allsstaðar á landinu. Stjórnvöld þurfa að átta sig á því að það þarf að setja ákveðna stefnu varðandi þennan málaflokk. Það þarf að ákveða hvernig tekið sé á móti innflytjendum, hvernig hægt sé að fræða íslendinga um mismunandi menningarheima og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að þeir sem flytji til okkar lokist í sínum menningarkima. Þetta eru grundvallaratriði sem þarf að taka á.“
Annar samfélagskennari sem Víkurfréttir ræddi við og vildi ekki láta nafns síns getið sagði að því miður væru fordómar í garð innflytjenda töluvert útbreiddir, ekki bara meðal unglinga heldur líka fullorðinna: „Þessir fordómar fara kannski ekkert hátt, en um leið og þessi mál eru tekin til umræðu og krakkarnir fara að tjá sig þá finnur maður að fáfræðin er mikil í sambandi við þessi mál. En ástæðan fyrir því að þessar skoðanir fara ekki hátt er vegna þess að krakkarnir vita að það er ákveðið „taboo“ að hafa þessar skoðanir.“
Kennarinn segir að þessir fordómar séu vegna fáfræði eins og allir aðrir fordómar: „Lykillinn að því að eyða þessum fordómum er að upplýsa fólk, en það þarf að leyfa þessum einstaklingum að koma fram með sínar skoðanir þó þær séu neikvæðar og síðan þarf að ræða hlutina. Skólarnir þurfa allir að taka á þessum málum.“
Í þeim samtölum sem Víkurfréttir hafa átt við ýmsa aðila var ítrekað bent á hve stórt hlutfall væri af nemendum af erlendu bergi brotnu í Myllubakkaskóla og voru margir á þeirri skoðun að fordómarnir eyddust þegar hóparnir kynntust og væru saman í skólanum.
Í Myllubakkaskóla eru um 10% nemenda af erlendu bergi brotnir. Vilhjálmur Ketilsson skólastjóri Myllubakkaskóla sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði alls ekki orðið mikið var við fordóma í skólanum: „Það eru eitt og eitt dæmi sem koma upp, en það eru alls ekki alvarleg dæmi. Í skólanum eru margir nemendur af erlendu bergi brotnir og nemendum finnst það eðlilegt og þessir krakkar falla vel inn í hópinn. En auðvitað koma upp vandamál öðru hverju sem við tökum á af mikilli festu. Ég get alls ekki sagt að um vandamál sé að ræða.“
Víkurfréttir ræddu við skólastjórnendur af öllum Suðurnesjum um kynþáttafordóma og í langflestum tilfellum töldu þeir að skólarnir þyrftu að auka fræðslu um þessi mál og eyða þannig fordómum. Þeir voru sammála um að umræða um þessi mál væri þörf, ef hún færi fram á faglegum nótum.
Þegar á heildina er litið virðist vera nokkuð um kynþáttafordóma á Suðurnesjum og er alls ekki hægt að segja að sé verri hér en annarsstaðar á Íslandi, enda hefur umræða um þessi mál verið í öllu samfélaginu um nokkurra ára skeið. Skólarnir virðast vera að taka á þessum málum og er fræðsla þar lykilatriði, enda er hún besta vopnið gegn fáfræði og fordómum.
Fjörheimar án fordóma
Hafþór Barði Birgisson forstöðumaður hjá félagsmiðstöðinni Fjörheimum segir að hann hafi ekki orðið var við kynþáttafordóma hjá unglingum sem sækja félagsmiðstöðina. Hann segir að frá því hann hóf störf hjá Fjörheimum fyrir um fjórum árum síðan hafi hann aldrei fundið fyrir kynþáttafordómum í garð litaðra íslendinga: „Ég hef aldrei orðið var við þannig umræðu hjá krökkunum og ég er bara að heyra þetta í fyrsta skipti.“
Hafþór segir að það geti verið önnur umræða inni í skólunum, heldur en í Fjörheimum: „Það getur vel verið að það sé meira um þetta inn í skólunum þar sem allir eru í vörn, ég veit það ekki. Í Fjörheima eru að koma krakkar sem eru mjög opin og félagslynd og þau eru alls ekki með neina fordóma. Við erum líka sem betur fer að fá hörundsdökka krakka í félagsmiðstöðina og það hafa engin vandamál verið að koma upp,“ segir Hafþór.
Gylfi Jón Gylfason skólasálfræðingur hjá Reykjanesbæ:
Gefum skýr skilaboð
Verður þú var við aukna kynþáttafordóma unglinga á Suðurnesjum í garð innflytjenda?
Nei. Ég held að það sé hvorki meira né minna af fordómum en búast má við í sveitarfélagi af þeirri stærðargráðu sem Reykjanesbær er. Staðreynd málsins er sú að við lifum í fjölþjóðlegu samfélagi og það er eðlilegt að það taki dálítinn tíma að aðlaga sig að því. Það hefur aldrei í veraldarsögunni verið um jafn miklar breytingar að ræða eins og á síðustu árum. Í þeirri Keflavík sem ég ólst upp í var lítið um fólk af erlendu bergi brotið.
Er einhver vinna í gangi innan skólanna til að sporna við neikvæðri umræðu um innflytjendur?
Já. Fyrir stuttu ræddi ég við skólastjórnanda sem vildi finna leiðir til að draga úr fordómum gagnvart innflytjendum og þar er fræðsla lykilatriði.
Hvað finnst þér að ætti að gera?
Aðalatriðið er fræðsla og að gefa skýr skilaboð inn í barna- og unglingahópana um að kynþáttafordómar af hvaða tagi sem er séu algjörlega ólíðandi. Það þarf að uppræta þessa fordóma með þeim ráðum sem til þarf.
Telurðu að umræða um þessi mál skaði eða sé til bóta?
Vel gerð og uppbyggileg umræða skaðar ekki. Ábyrgð fjölmiðla er hinsvegar mikil. Ef að fjallað er um málið á ábyrgan hátt en ekki í einhverjum æsifréttastíl þá skaðar umræðan ekki, heldur getur hún verið til bóta.
Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri:
Stundum velja börn sér óæskilegar fyrirmyndir
Hefur Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar einhverja ákveðna stefnu í því að eyða fordómum unglinga í garð innflytjenda?
Hvers kyns fordómar hafa fylgt mannskepnunni frá upphafi vega og þess vegna er lögð áhersla á það í grunnskólalögum og í aðalnámsskrá grunnskóla að temja börnum umburðarlyndi og kristilegt siðgæði í garð meðbræðra sinna. Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar starfar eftir grunnskólalögum og Skólastefnu Reykjanesbæjar og reynir að sjá til þess að þessum lögum sé framfylgt. Það hefur hins vegar ekki verið óskað eftir aðstoð Skólaskrifstofu vegna kynþáttafordóma unglinga né annarra, þannig að við höfum ekki upplifað þetta sem vandamál. Við höfum tekið þátt í að undirbúa komu flóttamanna, tökum á móti innflytjendum og sjáum til þess að þeir fái lögbundna kennslu og vinnum því allnáið með kennurum innflytjenda og þar virðist vel hafa tekist til. Nú er verið að vinna að mótun fjölskyldustefnu bæjarins og þar fá þessi mál einnig mikið vægi.
Hvað telurðu að sé mikilvægast í því að eyða fordómum?
Ég veit ekki um neitt þjóðfélag og reyndar ekki margan manninn, sem er algerlega laus við fordóma af einhverjum toga. Fordómar stafa fyrst og fremst af ótta við það sem er manni ókunnugt eða framandi. Þess vegna er fræðsla og góðar fyrirmyndir besta leiðin til að hamla gegn fordómum. Börn eru áhrifagjörn og mótast af fyrirmyndum í umhverfinu. Í öllu skólastarfi á að leggja áherslu á kristilegt siðgæði, jafnrétti og bræðralag og umburðarlyndi gagnvart meðborgurum eins og ég sagði áðan. Það er víða komið inn á þessi mál í kennsluefni grunnskóla með beinum eða óbeinum hætti s.s. lífsleikni og kristnifræði og við val á lesefni.
Hverjar telurðu helstu ástæður fordóma?
Ef við erum að sjá aukin merki um fordóma í garð innflytjenda, þá er ég ansi hræddur um að við séum að sjá endurspeglun af þeirri umræðu sem á sér stað í alþjóðamálum, þar sem þjóðum eða trúarbrögðum er stillt upp sem andstæðingum. Umræðan um yfirvofandi stríð vesturlanda gegn Írökum eða hið svokallaða heilagt stríð Bin Ladens hryðjuverkamanna gegn vesturlöndum, er allt í kringum okkur og hver getur svarað því hvernig barnsheilinn vinnur úr þeirri umræðu? Yfirlýsingar ráðamanna í fréttum minna óneitanlega nokkuð á málfar tölvuleikja og hasarmynda, maður veit ekki hvernig unglingar vinna úr slíkum yfirlýsingum. Ég er ansi hræddur um að börn og unglingar stilli þessum áróðri upp sem annað hvort svörtum og hvítum, við gegn þeim, og þetta hefur mikil áhrif á þau. Á tímum sem þessum er enn mikilvægara en ella að foreldra ræði við börnin um innhald frétta og muninn á réttu og röngu. Stundum velja börn sér óæskilegar fyrirmyndir og það er afar mikilvægt að foreldrar fylgist vel með og þekki börnin sín vel.