Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF-spjallið: „Áreiti vini og fjölskyldu stöðugt“
Laugardagur 12. febrúar 2011 kl. 11:53

VF-spjallið: „Áreiti vini og fjölskyldu stöðugt“

Eygló Gísladóttir er 22 ára Njarðvíkurdama og áhugaljósmyndari sem eyðir frítíma sínum í myndatökur út um allan bæ þar sem vinkonur hennar og fjölskylda verða fyrir stöðugu áreiti frá Eygló vopnaðri myndavél. Hún var í Myndlistarskóla Reykjavíkur fyrir áramót að læra filmuljósmyndun og framköllun en er eins og er í atvinnuleit. Hún heldur úti vefsíðunni eyglogisla.blogspot.com þar sem listræn útrás hennar fær að njóta sín, en á síðunni má finna fjöldann allan af ljósmyndum eftir hana sjálfa sem og aðrar ljósmyndir sem veita henni innblástur. Ásamt ljósmyndun hefur Eygló áhuga á myndlist, tísku, líkamsrækt og hönnun. Hún stefnir á nám í Ljósmyndaskóla Sissu og Leifs í haust með flutningum í höfuðborgina en eftir það langar hana að læra meira og þá jafnvel fatahönnun eða snyrtifræði og þá helst í New York eða annars staðar á erlendri grundu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bitinn í bænum
„Langbest er best. Mamma Mía í Grindavík er líka mjög gott.“

Bókin
„Ég er ekki mikill bókaormur, ég les aðallega tímarit og ljósmyndabækur. En ég er farin að hlakka til að lesa „Ég man þig“ eftir Yrsu Sigurðardóttur.“

Tónlistin
„Ég á mér enga uppáhaldstónlist, ég er „alæta“ en á það til að taka fyrir diska og spila þá í út í eitt. Í augnablikinu skiptist ég á að hlusta á nýja diskinn hans Kanye West og Adele, album 21.“

Sjónvarpsþátturinn
„Ég var að klára Dexter og bíð spennt eftir næstu seríu, ég er líka inní Gossip Girl eins og flestar stelpur. Svo finnst mér Jersey Shore raunveruleikaþættirnir algjör snilld.“

Kvikmyndin
„Nýlega sá ég Black Swan, hún er rosaleg, mjög góð. Uppáhalds myndin mín er án efa The Hangover og Stella í Orlofi kemur þar næst. Ég elska að hlæja.“

Vefsíðan
„Ég er með um 20-30 síður sem ég fer í gegnum daglega. Má þar helst telja Facebook, flickr, mbl.is (stjörnuspáin), eyglogisla.blogspot.com, Gmail.com, svo er það bara runa af tísku- og ljósmyndabloggum og veftímaritum.“