VF spjallið - „Er algjört bíómyndafrík“
Móeiður Sif Skúladóttir er 22 ára Keflavíkurmær sem stundar nám í Háskóla Íslands og nemur þar Listfræði sem hún segir vera frekar fjölbreytt nám, þar er farið í listasögu og aðeins út í heimspeki, menningu og fleira. Hún er ekki að vinna með skóla eins og er, en hana vantar eiginlega aukavinnu því það er ekkert neitt bullandi mikið að gera í módelverkefnum en Móeiður fór einmitt með sigur af hólmi í samkeppni Samúels á síðasta ári. Hún býr ennþá í Keflavík en stefnir á að komast þaðan og yfir í höfuðborgina, bæði telur hún það þægilegra þegar kemur að skólanum og einfaldlega skemmtilegra. Hún stefnir á að klára námið að mestu hérlendis en langar að fara út í skiptinám sem fyrst og segir það vera í vinnslu. Móeiður tók sér tíma í smá spjall við vf.is á dögunum og sagði okkur frá nokkrum af eftirlætis hlutum sínum.
Bitinn í bænum
„Held það sé bara Subway salat, ódýrt, hollt en mjög gott. Annars verð ég að segja Langbest auðvitað, slefa við tilhugsunina.“
Bókin
„Er mest að lesa glósur og greinar fyrir skólann þessa stundina. Ég datt þó í vampírubækur eins og svo margar stelpur, stelst stundum í þær þegar tími gefst. Annars les ég mikið eftir Stephen King sem mér finnst vera klassískur og ljóðabækur einnig.“
Tónlistin
„Er í smá kreppu í tónlist í dag, finnst ekki nógu mikið að gerast. Það sem ég hlusta þó mest á er aðallega The Black keys, The Raconteurs, Kitte (gamalt og gott), System of a down, fæ ekki leið á þeim. Af því íslenska er það Mammút og að sjálfsögðu Valdimar.“
Sjónvarpsþátturinn
Þar finnst Móeiði Family guy, American dad og Supernatural standa upp úr. „Annars horfi ég stundum á Modern family líka, en horfi líka mikið á heimildarmyndir um ýmislegt, er algjör laumunördi.“
Bíómyndin
„Gæti talið upp endalaust af uppáhalds myndum og af hverju þær eru í uppáhaldi, er algjört bíómyndafrík. Stay með Evan McGregor og Naomi Watts er ein af mínum uppáhalds, soldið þung finnst sumum en hún er bara frekar djúp, en algjört æði, mæli með henni.
Freddy Kruger - Nightmare on Elmstreet myndirnar eru alltaf klassískar, horfi reglulega á þær.
House of 1000 corpses eftir kónginn sjálfan Rob Zombie er algjör snilld.
Riding the bullet byggð á sögu eftir Stephen King er virkilega góð.
Hangover er svo ein af þeim bestu sem ég hef séð nýlega, mikið búin að hlæja af henni. Shaun of the dead og já líka My best friends wedding en hvaða stelpa elskar ekki þá mynd, atriðið á bátnum, þegar gaurinn syngur, halló!“
Vefsíðan
„Mest notuðu síðurnar mínar, facebook, fíkn eins og hjá flestum, hi.is nota ég fyrir skólann. Pressan.is eru með skemmtilegar fréttir, hotmail.com, icebay og istorrent, deviantart.com og auðvitað google.“