Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF-Spjall: Vissi loksins hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór
Föstudagur 25. maí 2012 kl. 09:48

VF-Spjall: Vissi loksins hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór



Vigdís Heiðrún Viggósdóttir er fædd og uppalin á Skagaströnd, þar náði hún að krækja í æskuástina sína, hann Vilhelm Þór Þórarinsson og saman eiga þau 3 börn, Valrúnu Evu, Arísi Evu og Valþór Óla. Fjölskylda Vigdísar fluttist að norðan til Grindavíkur árið 2000. Þar hófu þau rekstur með Ómari Ásgeirssyni í vélsmiðjunni Martak ehf, sem framleiðir alhliða vélar fyrir matvinnslu fyrirtæki, aðalega fyrir rækju og fiskvinnslur. 

Árið 2010 var afdrifaríkt í lífi Vigdísar. „Þá small ég í 50 árin og fékk að gjöf góða myndavél. Þá vaknaði ofuráhugi á ljósmyndun og rann upp fyrir mér að þetta væri eitthvað sem ég vildi leggja fyrir mig, loksins vissi ég hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór.“ Hún sótti um inngöngu í Ljósmyndaskólann, og viti menn, hún fékk inngöngu, „Þar hef ég unað mér alsæl í vetur, í þessu nýja umhverfi innan um frábært fólk, bæði nemendur og kennara. Lífsgleðin og sköpunarkrafturinn fékk vængi og afraksturinn ætla ég að viðra á Vorsýningu í skólanum mínum að Hólmaslóð 6 í Reykjavík, frá 26.maí - 3.júní. Þar munu 19 nemendur á 1. ári munu sýna myndir sínar og m.a. nokkrir Suðurnejamenn. Að sögn Vigdísar er þetta mjög fjölbreytt og metnaðarfull sýning og hvetur Vigdís fólk til að koma og sjá hvað listamennirnir hafa að sýna.

Þar sem Vigdís er nett ofvirk að eigin sögn ætla hún líka að vera með sýningu í Grindavík, undir titlinum MEÐ EIGIN AUGUM. Sýningin opnar á hátíð Sjóarans síkáta miðvikudaginn 30. maí kl:18 og mun standa til 30.júní, sýningin er til húsa í Kaffhúsinu Bryggjan.

„Myndefni mitt er móðir náttúra, ég er alltaf með nefið niður í jörðinni. Ég fanga formin í náttúrunni með Holgunni minni sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Holga er mjög einföld 120mm filmu plastmyndavél, hún lekur ljósi og bjagar fókusinn, þannig að myndirnar hafa draumkennda stemningu og gamaldags áferð,“ segir Vigdís.

Vigdís bíður alla hjartanlega velkomna á sýninguna sína, MEÐ EIGIN AUGUM.



Hér er ein af myndum Vigdísar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024