Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF-Spjall: Vel upp alinn Liverpool-maður
Laugardagur 8. október 2011 kl. 16:10

VF-Spjall: Vel upp alinn Liverpool-maður



Elías Már Ómarsson leikmaður 3. flokks hjá Keflavík í knattspyrnu er á leið til Ísrael með U-17 ára liði Íslands en hann lék einnig með liðinu á Norðurlandamótinu í sumar þar sem liðið náði glæsilegum árangri og sigraði mótið. Elías sagði í spjalli við Víkurfréttir að hann hlakkaði til að fara til Ísrael að spila í undankeppni Evrópumótsins gegn heimamönnum ásamt Sviss og Grikklandi en Elías leikur jafnan sem sóknarmaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er framherji, en hef verið að spila báða kantana og fremstur á miðju í U-17 ára liðinu. Ég get svo sem spilað allar stöður á vellinum,“ segir þessi efnilegi leikmaður.

Elías er á sínu fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem hann leggur stund á nám í tölviþjónustu. Hann segist þó stefna langt í fótboltanum og setur markið á atvinnumennskuna eins og svo margir ungir efnilegir knattspyrnumenn. Áhugamál sín segir Elías vera fótbolta. „Númer 1,2 og 3 er það fótbolti,“ svo leikur hann sér í golfi á sumrin.

Hvað varstu að gera í sumar?

„Ég var mest allt sumarið bara á æfingum, en var að vinna við leikjanámskeiði í bæjarvinnunni, og svo var það bara Norðurlandamótið með U-17 ára landsliðinu,“ en um þessar mundir er u stífar æfingar með liðinu.

Við lögðum nokkrar laufléttar spurningar fyrir Elías:

Eftirlætis íþróttamaður? - Lionel Messi

Lið í enska og af hverju? - Liverpool, var svo vel upp alinn.

Skemmtilegasta fagið í FS? - Uppsetning forrita og stýrikerfa

Lag sem þú ert með á heilanum um þessar mundir? - Young homie með Chris Rene.

Skyndibiti? - Villabar.

Drykkur? - Rauður Kristall plús.

Hlutur sem þú heldurðu mest upp á?
- Ipodin og síminn.

Kvikmynd sem þú heldur upp á og einhver nýleg sem þér fannst góð? - Ég held voða mikið upp á Home alone myndirnar, fyrsta sem mér dettur í hug um nýja mynd er You don't mess with the Zohan.

Hvaða sjónvarpsþætti heldurðu uppá? - How i met your mother, Two and a half man, Modern family og svo eru Friends alltaf sígildir.