VF-Spjall: Vel upp alinn Liverpool-maður
Elías Már Ómarsson leikmaður 3. flokks hjá Keflavík í knattspyrnu er á leið til Ísrael með U-17 ára liði Íslands en hann lék einnig með liðinu á Norðurlandamótinu í sumar þar sem liðið náði glæsilegum árangri og sigraði mótið. Elías sagði í spjalli við Víkurfréttir að hann hlakkaði til að fara til Ísrael að spila í undankeppni Evrópumótsins gegn heimamönnum ásamt Sviss og Grikklandi en Elías leikur jafnan sem sóknarmaður.
„Ég er framherji, en hef verið að spila báða kantana og fremstur á miðju í U-17 ára liðinu. Ég get svo sem spilað allar stöður á vellinum,“ segir þessi efnilegi leikmaður.
Elías er á sínu fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem hann leggur stund á nám í tölviþjónustu. Hann segist þó stefna langt í fótboltanum og setur markið á atvinnumennskuna eins og svo margir ungir efnilegir knattspyrnumenn. Áhugamál sín segir Elías vera fótbolta. „Númer 1,2 og 3 er það fótbolti,“ svo leikur hann sér í golfi á sumrin.
Hvað varstu að gera í sumar?
„Ég var mest allt sumarið bara á æfingum, en var að vinna við leikjanámskeiði í bæjarvinnunni, og svo var það bara Norðurlandamótið með U-17 ára landsliðinu,“ en um þessar mundir er u stífar æfingar með liðinu.
Við lögðum nokkrar laufléttar spurningar fyrir Elías:
Eftirlætis íþróttamaður? - Lionel Messi
Lið í enska og af hverju? - Liverpool, var svo vel upp alinn.
Skemmtilegasta fagið í FS? - Uppsetning forrita og stýrikerfa
Lag sem þú ert með á heilanum um þessar mundir? - Young homie með Chris Rene.
Skyndibiti? - Villabar.
Drykkur? - Rauður Kristall plús.
Hlutur sem þú heldurðu mest upp á? - Ipodin og síminn.
Kvikmynd sem þú heldur upp á og einhver nýleg sem þér fannst góð? - Ég held voða mikið upp á Home alone myndirnar, fyrsta sem mér dettur í hug um nýja mynd er You don't mess with the Zohan.
Hvaða sjónvarpsþætti heldurðu uppá? - How i met your mother, Two and a half man, Modern family og svo eru Friends alltaf sígildir.