Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF Spjall: Mætti kalla þetta fallegt gítarpopp
Föstudagur 28. október 2011 kl. 10:33

VF Spjall: Mætti kalla þetta fallegt gítarpopp

Kristjón Freyr Hjaltested er einn af þeim ungu tónlistarmönnum sem stíga munu á stokk á hljómsveita- og tónlistarkeppninni Rokkstokk núna um helgina en hún hefst klukkan 18:00 á laugardag. Hann er tvítugur strákur úr Njarðvík sem segist ætla að flytja poppað kassagítarsrokk á Rokkstokk.

Hann er fyrir í hljómsveitinni Reason to Believe sem að gerði góða hluti í Rokkstokk á síðast ári, þar sem sveitin var valin best af áhorfendum. Kristjón spilar á gítar og syngur bakraddir í hljómsveit sinni en á Rokkstokk ætlar hann að reyna fyrir sér á aðeins öðrum vettvangi. „Í hljómsveitinni minni erum við að spila svokallað Highschool rokk, soldið amerískt. Þetta sem ég er að gera núna er allt annað efni. Það er smá poppkeimur af nýja efninu mínu í samblandi við fallegt gítarspil, það mætti kannski kalla þetta fallegt gítarpopp,“ segir Kristjón.

Hann er að fást við ýmsa hluti þessa dagana. „Ég er að gera rosalega mikið annað en ég hef m.a. verið að semja tónlist fyrir auglýsingar,“ en kristjón er algerlega sjálflærður í þeim fræðum þótt vissulega langi hann til þess að leggja þetta fyrir sig. „Maður sér til hvað gerist með þessi bönd sem maður er í en annars langar mig að fara út í það að semja tónlist fyrir auglýsingar og bíómyndir. Mig langar að læra hljóðupptöku og þá langar mig að fara í skóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum, það er í 10 ára planinu,“ segir Kristjón sem fyrir tilviljun datt inn á þennan vettvang sem hann hefur áhuga á að starfa við í framtíðinni en þessa dagana starfar hann hjá Kaffitár í Reykjanesbæ.

Áttu þér einhverja áhrifavalda? „Ég hlusta ekki mikið á tónlist ef ég á að segja alveg eins og er,“ en Kristjón segist vera nokkuð fastur í því sem hann hlustaði á þegar hann var yngri. „Ég hef ekki mikið verið að kynna mér mikið af nýju efni þó svo að ég hlusti alveg á alla tónlist og spái mikið í vel útsettri tónlist.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hljómsveit Kristjóns, Reason to believe gaf út plötu fyrr á árinu en hana unnu þeir piltar algerlega sjálfir, hún heitir The Scenery en nánari upplýsingar um sveitina má nálgast hér.

Við spurðum svo Kristjón nokkurra spurninga á léttari nótunum:

Eftirlætis Kvikmynd: Mér fannst The Usual Suspects flott mynd og Crash. En annars eru það yfirleitt myndir sem erumeð eitthvað skuggalegt plott í lok myndarinnar.

Tónlistarmaður: Quinn Alman, Adam Lazzara??

Sjónvarpsþáttur: Workaholics??

Besti gítarleikari allra tíma: Jimmy Page??

Lag sem verður spilað í jarðaförinni minni: Ég hef aðeins hugsað útí þetta. Og ég held ég spili eitthvað lag sem ég mun semja. Hef ekki enþá ákveðið hvort það ætti að vera mjög dramatíst og fá alla til að tárast eða hvort geri eitthvað 80´s glys.

Rokkstokk er: Hljómsveitakeppni sem verður haldi 29. október. ??

Blur eða Oasis: Oasis. án þess að ég hafi kynnt mér þessi bönd. bara útaf Don't look back in anger.

Áhugmál: Naðrast í kringum tónlist. Að kíkja með fjölskyldunni til Orlando er svo alltaf huggulegt. Góðar þáttaraðir og að umgangast yndislegt fólk.?