Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

VF spjall: Maður sér að fólk skemmtir sér vel
Laugardagur 24. mars 2012 kl. 15:49

VF spjall: Maður sér að fólk skemmtir sér vel



Telma Lind Sævarsdóttir leikur Hörpu Sjöfn í leiksýningum Með allt á hreinu sem Leikfélag Keflavíkur og Vox arena, leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja sýna um þessar mundir. Víkurfréttir tóku létt sðjall við Telmu sem segir sýningar hafa gengið afar vel.

„Þetta hefur gengið mjög vel og við erum búin að fá ótrúlega góð viðbrögð og fólk virðist vera ánægt með þetta,“ segir Telma en hún viðurkennir að stressið hafi verið töluvert á fyrstu sýningunni. „Ég var stressuð í byrjun sýningar og svo fór stressið og þetta varð bara gaman.“ Strax skánaði þetta nú í annari sýningunni og síðan hafa fleiri sýningar fylgt í kjölfarið. „Þetta er rosaleg vinna og við höfum verið á fullu í sex vikur og þetta er búið að vera töluvert strembið,“ segir Telma en en einhver vandræði voru með tónlistina. „Undirspilið við lögin var ekki til og við þurftum að ræða við Senu sem bjargaði því. Vegna þess að 30 ár eru liðin frá því að myndin kom út þá var einmitt verið að endurvinna tónlistina,“ en annars var æft með tónlistinni úr myndinni þar sem Stuðmenn og Grýlur sungu undir.



Fengið mikið hrós

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Maður er að hitta fólk sem hefur verið á sýningunni og það er voðalega ánægt og hrósar okkur. Svo eru viðbrögðin mikil á facebook og þar er fólk mikið að mæla með sýningunni.“ Þetta er fyrsta stóra hlutverk Telmu og hún segist alveg þola pressuna og hafa gaman af þessu. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist og gæti verið að þetta ýti enn frekar undir þann áhuga. Hópurinn hjá okkur er líka frábær og við erum búni að kynnast mjög vel. Áður þekkti ég kannski nokkra en hef svo kynnst öllum mjög vel og við erum frekar samrýnd,“ Telma segir að það hafi verið mikil stemning á sýningum hingað til og fullur salur af fólki. „Maður sér fólk brosa og tekur eftir því að það skemmtir sér, það er mjög gaman,“ segir Telma Lind að lokum um leið og hún hvetur fólk til þess að kíkja á sýninguna.

5. Sýning er í kvöld klukkan 20:00

6. sýning á morgun, sunnudag klukkan 20:00

Miðapantanir í síma 4212540