Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF spjall: Kolbrún Inga er efnilegur ljósmyndari
Laugardagur 28. janúar 2012 kl. 13:17

VF spjall: Kolbrún Inga er efnilegur ljósmyndari

Kolbrún Inga Gunnlaugsdóttir er ungur og efnilegur ljósmyndari úr Reykjanesbæ. Hún hefur í nógu að snúast í dag þar sem hún er að útskrifast úr Ljósmyndaskólanum en Víkurfréttir slógu á þráðinn til hennar í tilefni dagsins.

Kolbrún fékk áhugann á ljósmyndun með því að skoða vinsæl tískublöð eins og Vogue italia,W, Dazed and Confused en hún byrjaði að taka myndir úti á Ítalíu árið 2006. „Þá var ég skiptinemi og átti bara litla digital myndavél,“ en Kolbrún fór síðan í ljósmyndaskólann árið 2008 þegar hún hafði lokiðstúdentsprófi. Skólinn er staðsettur úti á granda í Reykjavík og tekur ljósmyndanámið tvö og hálft ár. 

Kolbrún segir alltaf skemmtileg verkefni í gangi hjá sér en núna er það aðallega lokaverkefnið sem frumsýnt verður í dag laugardaginn 4. febrúar kl 16:00-19:00 að laugavegi 95, allir eru meira en velkomnir þangað.  Sýningin verður síðan opin alla daga til 12. febrúar frá kl 14:00-19:00. Kolbrún ætlar sér að fagna sýningunni með stæl og halda stærðarinnar Partý á ásamt því að fara út að borða með samnemendum sínum.  „Í sýningunni er ég að einbeita mér algjörlega að listrænni ljósmyndun, gjörningarvideo-i, og sjálfsímynd,“ segir Kolbrún.

Eftir námið hefur kolbrún hug á að ferðast, m.a. til Hollands, Parísar og Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Stefnan er svo sett á Listaháskóla í myndlist en áhugamál sín segir Kolbrún liggja í listum, video, sculptúr, gjörningum og búningagerð. Hún hefur einnig mikinn áhuga á að læra tungumál og er nú þegar búin að læra nokkur að eigin sögn. „Ég hlakka alltaf til þess að læra fleiri og svo er menning líka mjög stórt áhugamál hjá mér, en þegar ég ferðast þá finnst mér mikilvægt að vera í kringum fólk frá því landi sem ég er í og grafa mig ofan í menningu þeirra,“ sagði Kolbrún að lokum.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá Kolbrúnu en efst má sjá sjálfsmynd:

Fleiri myndir má nálgast með því að smella hér og hér á vefsíðum Kolbrúnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nanna Bryndís söngkona Of Monsters And Men sat fyrir hjá Kolbrúnu