Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF Spjall: Frá Njarðvík til Flórída
Sunnudagur 17. júlí 2011 kl. 13:33

VF Spjall: Frá Njarðvík til Flórída

Viktor Guðnason er 21 árs fótboltastrákur, uppalinn í Keflavík en býr núna í Njarðvík. Hann spilar fótbolta með Njarðvíkingum í 2.deildinni. Hann er stúdent úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja og stundaði nám síðasta vetur í Viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Næsta haust ætlar Viktor í nám til Bandaríkjanna, nánar tiltekið til Flórída.

Það hefur verið stefnan hjá mér í mörg ár að fara til Bandaríkjanna í nám og spila fótbolta. Upphaflega ætlaði ég að fara síðasta haust en það gekk ekki eftir, þannig að ég ákvað að athuga þetta aftur ári seinna. Bogi Rafn félagi minn sem spilar með Grindavík í Pepsi deildinni benti mér á skóla sem heitir Embry-Riddle Aeronautical University sem staddur er í Daytona Beach, Flórída, en hann var í þeim skóla í fyrra og hafði bara góða hluti að segja um hann. Ég kom mér í samband við þjálfarann hjá þeim og eftir það gerðist allt mjög hratt, þeir buðu mér fljótlega fullan skólastyrk. Í dag eru nákvæmlega 2 vikur í brottför en skólinn hefst í raun ekki fyrr en í lok ágúst. Fótboltaliðið mætir saman 1. ágúst og þá hefst undirbúningur fyrir komandi tímabil."

Viktor segist hlakka til en segist einnig vera með smá hnút í maganum. Það verður eflaust skrítið fyrst að vera einn þarna úti, en þetta verður fljótt að venjast. Annars er ég ágætlega kunnugur þessu svæði þar sem ég hef komið reglulega til Flórída síðustu ár með kærustunni minni, Sonju Ósk, en hún mun flytja út til mín eftir næsta sumar þegar hún hefur lokið sínu námi hér heima."

Hvað ertu að gera í sumar?

Í sumar er ég að vinna hjá SS Bílaleigu og spila fótbolta með Njarðvík. Við erum í 2.deildinni og gengur okkur ágætlega en gengið hefur verið svolítið upp og niður. Við eigum helling inni og er það hundfúlt að geta ekki klárað tímabilið með þeim, en maður getur víst ekki gert allt í einu. Undanfarnir dagar hafa hinsvegar einkennst af mikilli pappírsvinnu, bólusetningum og allskyns rugli, en þeir sem þekkja til vita að Kaninn vill hafa allt á hreinu."

Yfirheyrslan:

Áhugamál

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Útivera, skautar, stelpur og bílar.. nei grín. Bara þetta venjulega, íþróttir og svona, fylgist óeðlilega mikið með NBA körfunni og UFC.

Eftirlætis:

Hlutur

Blackberry síminn.

Matur

Fylltur kjúklingur með agúrkusalati on the side að hætti mömmu

Drykkur

Coke

Sjónvarpsþáttur

Rob Dyrdek's Fantasy Factory

Bíómynd

Nightmare on Elm Street safnið, horfði endalaust á þetta sem gutti

Bók

Got Fight? eftir Forrest Griffin. Fyndinn gæji

Tónlist

Kid Cudi hefur fengið mikla spilun undanfarið

Flík

Njarðvíkurbúningurinn

Íþróttamaður

Vince Carter / Derrick Rose