Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF Spjall „Elska Natalie Portman“
Laugardagur 26. mars 2011 kl. 12:06

VF Spjall „Elska Natalie Portman“

Leikfélag Keflavíkur frumsýndi um síðustu helgi revíuna Bærinn bræðir úr sér þar sem Reykjanesbær er skoðaður í spéspegli og fast skotið á áberandi fólk í bæjarlífinu. Einn af leikurum verksins Hjalti Steinar Guðmundsson mætti í spjall til VF og sagði okkur frá Revíunni ásamt ýmsu öðru sem hann er að gera þessa dagana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Skemmtilegt er að segja frá því að ég missti vinnuna á dögunum, frábært alveg. Sem betur fer ákvað ég að taka þátt í revíunni,“ segir Hjalti en hann starfaði hjá fyrirtækinu Hellur og Steinar.
„Síðustu tveir mánuðir eru búnir að fara í virkilega strangt æfingaferli, en á föstudaginn síðastliðinn frumsýndum við stykkið við mikla hrifningu áhorfenda.“ Næstu sýningar verða svo núna um helgina, bæði á laugardags- og sunnudagskvöld klukkan 20:00 og nálgast má miða í síma 4212540.


Hjalti segist ekki vita um neitt skemmtilegra en leiklist en hann byrjaði að leika í grunnskóla í skólaleikritum. Í framhaldi af því hefur hann leikið í nokkrum stykkjum bæði með Vox Arena og Leikfélagi Keflavíkur. „Þetta er önnur revían sem ég leik í en síðast lék ég í Besti bær árið 2004 ef ég man rétt, í uppsetningu Huldu Ólafsdóttur. Leiklist hefur alltaf verið áhugamál hjá mér og ég get lofa því að þetta verður ekki síðasta skiptið sem ég stíg á svið Frumleikhúsins,“ segir Hjalti en meðal annara áhugamála hans eru: strákurinn hans og fjölskylda, tónlist, bókmenntir, fótbolti og ýmislegt fleira.


Hjalti telur sig vera mjög heppinn með hlutverk í þessari sýningu en hann túlkar séra Sigfús Baldvin Ingvason, Einar Magnússon bæjarfulltrúa og Guðbrand Einarson fyrrum bæjarfulltrúa. Annars er nóg að gera hjá Hjalta þessa dagana en hann á rúmlega tveggja ára son og von er á öðru barni í maí. Í sumar ætlar hann svo að hafa það náðugt með fjölskyldunni og væntanlega verða einhverjar sumarbústaðaferðir og útileigur á dagskránni. Einnig þarf Hjalti að undirbúa sig fyrir Háskólann í haust. Hann hefur lokið einu ári í lögfræði við Háskólann á Akureyri og ætlar sér að klára lögfræðina í Háskóla Íslands.



Ýmsir hlutir sem eru í uppáhaldi hjá Hjalta:


Bitinn
„Besti skyndibitinn er að sjálfsögðu Olsen Olsen.“


Bókin
„Seinasta bók sem las var Ævisaga Tolkiens, þar fyrir utan er það Emil í Kattholti sem ég les fyrir strákinn minn. Uppáhalds bókin er samt The Dark Knight Strikes Again efir Frank Miller.“


Tónlistin
„Í spilaranum núna er Valdimar og Múgsefjun en að spyrja um uppáhalds er ólögleg spurning ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja,“ segir Hjalti en hann hefur sjálfur verið að tromma með bílskúrsböndum víða um Suðurnesin.


Þátturinn
„Ég horfi voða lítið á sjónvarp en ég er alltaf til í einn Seinfeld þátt.“


Kvikmyndin
„Var að horfa Black Swan sem var allt í lagi svo er Leon alltaf í uppáhaldi,“ en leikkonan Natalie Portman er í miklum metum hjá Hjalta en hún leikur einmitt í báðum þessum myndum.


Vefsíðan
„Sennilega er ég mest á facebook en annars er ég voða lítið í tölvunni,“ segir Hjalti að lokum.

Mynd/vf Hilmar Bragi - Hjalti er lengst til vinsti á sviði í Revíunni Bærinn bræðir úr sér


EJS