Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

VF spjall: Bjartasta bros Suðurlands
Laugardagur 31. mars 2012 kl. 10:47

VF spjall: Bjartasta bros Suðurlands



Arney Lind Helgadóttir er 17 stúlka sem er búin að búa í Reykjanesbæ í rúmlega ár. Það ár hefur verið frábært að hennar sögn en hún flutti ein frá Vestmannaeyjum þegar hún var aðeins 16 ára því hana langaði til þess að prófa eitthvað nýtt. Hún er á Náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stefnir á læknanám að loknu stúdentsprófi. Arney er í sambandi með Arnóri Ingva Traustasyni knattspyrnumanni hjá Keflavík og hennar helstu áhugamál eru; Fótbolti, krossarar, vinkonur sínar og vinir, og ekki má gleyma aðalþættinum fjölskyldunni.

Í gær tók Arney þátt í ungfrú Suðurland sem haldin var á Selfossi en þar hlotnaðist henni titillinn Bjartasta brosið. En hvers vegna ákvað hún að taka þátt í keppninni? „Ég var beðin um það og ákvað að slá til. Þetta er eitt af þeim tækifærum sem maður vill taka og alls ekki missa af. Og ég er mjög ánægð að hafa tekið þá ákvörðun að fara í Ungfrú Suðurland,“ segir Arney.

Hún spilar fótbolta með Keflavík og gengur það mjög vel miðað við að spila með slitið krossband, en Arney hefur alla sína fótboltatíð spilað sem varnarmaður, og þá aðallega í vinstri bakverði. „En ég er alltaf að reyna að færa mig ofar og komast á kantinn.“


Hvernig finnst þér félagslífið vera í FS?

„Það er frábært, mjög gott félagslíf, og frábærir einstaklingar sem að búa hérna.

Hvort kanntu betur við þig í Eyjum eða á meginlandinu?
„Þetta er erfið spurning, ég elska eyjuna mína rosalega mikið og verð alltaf þessi sanni eyjamaður, en ég kann roslega vel við mig hér. Þú ert mun frjálsari hér og ert yfirleitt alltaf að kynnast nýju fólki. Allir eru líka mjög glaðir hérna og taka manni rosalega vel. Þannig að Vestmannaeyjar hafa suma kosti sem að Keflavík hefur ekki og svo öfugt. Ég verð að setja jafntefli á þetta í bili.

Nokkrir hlutir sem eru í uppáhaldi hjá Arneyju:


Matur: Fiskur „ala“ mamma og margir góðir kjúklingaréttir.

Drykkur: Það er auðvitað íslenska vatnið.

Tónlist: Er mikið fyrir eldri tónlist en auðvitað kemur fm/flass tónlistin sterk inn.

Kvikmynd:
Taken, fæ bara ekki leið á henni. Svo allar Fast and furious myndirnar. Svo eru líka til margar grínmyndir sem að ég held alltaf jafn mikið uppá.

Sjónvarpsþáttur: Það er klárlega New Girl, þeir koma mjög sterkir inn, svo dett ég stundum í það klassíska eins og Friends seríurnar.

Skyndibiti:
Ég borða ekki skyndibita, en ég held mjög mikið uppá Karma, frábært að borða þar.

Flík:
Þetta verður erfitt val, það er auðvitað ÍBV-Arsenal og Fenerbahce treyjurnar sem standa mest uppúr. Ætli að 66°Norður úlpan fylgi ekki fast á eftir.

Hlutur: Sléttujárnið, takkaskórnir og síminn þessir hlutir fara seint úr hendinni hjá mér.

Bók: Hef alla mína tíð verið mikið fyrir sannsögulegar sögur og stendur Breiðavíkur drengur og Ekki líta undan saga Guðrúnar Ebbu.

Uppáhalds íþróttamenn:
Semih Senturk, Per Mertesacker, Robin Van Persie og Theo Walcott. Auk þess er gaman að taka það fram að Arney fylgist mikið með tyrkneska fótboltanum og hefur lengi haft gaman af honum.


Mynd: Magnús Stefán Sigurðsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024