Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF Spjall -  Sigraði Sloggi keppni FM 957
Laugardagur 25. júní 2011 kl. 10:40

VF Spjall - Sigraði Sloggi keppni FM 957

„Anna María vinkona mín ákvað að skrá mig í Sloggi keppnina því hún sá hvað var í vinning og var með það á hreinu að ég myndi vinna þessa keppni og hana langaði svo að skreppa eitthvert út í útskriftarferð  Svo ég ákvað að slá til og taka þátt. það voru hvorki meira né minna en 300 stelpur sem voru skráðar og við fórum allar í myndatöku og svo voru átta stelpur valdar sem komust áfram í keppnina sjálfa. Það var svo síðan kosning á FM957 um það hver ætti skilið að vinna titilinn,“ segir Dísa Edwards nýkjörin Sloggi Stelpan 2011.

Dísa býr í Alabama í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið undanfarin þrjú ár í háskóla að læra talmeinafræði.

„Skólinn minn heitir Auburn University at Montgomery og mér finnst þetta líf þarna úti alveg æðislegt. Ég er búin að kynnast svo mikið af frábæru fólki og á marga vini sem ég gæti ekki hugsað mér lífið þarna úti án. Ég á eitt ár eftir og mér langar alls ekki að koma heim,“ segir Dísa og hlær.

Reyndar er Dísa að spá í að vera lengur úti og reyna að nýta sér árs-atvinnuleyfið sem allir alþjóðlegir nemendur fá eftir að þeir útskrifast með gráðu.

„Ég bý með þrem öðrum íslenskum stelpum og við lifum alveg ótrúlega skemmtilegu lífi þarna úti. Auðvitað er mikil vinna að vera í skólanum og allt sem því fylgir, en þá reynir maður að nýta sólina með lærdóminum og læra á sundlaugar bakkanum. Svo þegar það er engin skóli eða lærdómur að þá látum við sólina sleikja okkur aðeins. En ég reyni að gera sem mest á meðan ég er þarna úti, reyna að ferðast aðeins og skoða Bandaríkin soldið betur og eyjarnar þar í kring. Við fórum núna síðast til Bahamas í Spring Break og það var algjört æði. Annars er Florida minn uppáhalds staður og stendur Miami uppúr,“ segir Dísa um lífið í Bandaríkjunum.

Dísa starfar í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli í sumar en hún ætlar að gefa sér smá tíma til að njóta sumarsins. „Ég get nú ekki sagt að ég ætli að gera mikið í sumar. Þar sem ég bý úti er maður alltaf í hálfgjörðu fríi og einhverri sólstrandar stemningu þannig að þegar ég kem heim nýti ég sumarið í að vinna og spara smá pening og æfa vel. Ég fer reyndar á Þjóðhátíð og held að það standi svona helst uppúr í sumar, og svo að sjálfsögðu utandlandsferðin sem ég fékk fyrir að vinna Sloggi stelpuna, en ég hugsa að ég fari í þá ferð í lok júlí.“

Verðlaunin sem Dísa hlaut fyrir sigurinn í keppninni voru ekki af lakara taginu. Í verðlaun voru utanalndsferð fyrir tvo hjá Heimsferðum að verðmæti 200.000kr, samningur hjá Eskimo Models, heilsíða í Hagkaupsbæklinginum og tvær gjafakörfur að andvirði 100.000kr frá Hawaiian Tropic og Sloggi.

Hver eru þín helstu áhugamál? „Ég hef alltaf æft körfubolta frá því ég var lítil og það er mitt helsta áhugamál þó svo að ég sé í pásu núna á meðan ég er úti. En annars er almenn líkamrækt og heilbrigður lífstíll mitt helsta áhugamál. Svo finnst mér ótrúlega gaman að ferðast og skoða nýja staði.“

Hvað á að gera að lokið námi?
„Þessa stundina er ég að hugsa um að vera í a.m.k eitt ár úti eftir útskrift og reyna að vinna sem talmeinafræðingur, en það væri gaman að fá smá reynslu við að vinna í Bandaríkjunum. Ég mun koma til með að taka masterinn, en hvar og hvenær það verður, ég ekki alveg viss um.“

Nokkrir af eftirlætis hlutum Dísu:


Hlutur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ætli ég þurfi ekki að setja iPhone-inn minn. Ég er með hann í höndunum öllum stundum og er alltaf eitthvað að skoða og athuga. Er alveg týpískur iPhone notandi.“

Kvikmynd

„Gömul uppáhaldsmynd er verð ég að segja Love & Basketball. Ég horfði einu sinni á þá mynd hvern einasta dag í þrjár vikur alltaf eftir að ég kom heim úr skólanum, og ég fékk ekki nóg! Get alltaf horft á hana. Uppáhalds ný er sennilega Notebook en annars finnst mér Hangover alltaf jafn góð.“

Tónlist

„Ég er mjög Amerísk þegar kemur að tónlist og hlusta ótrúlega mikið á Hip Hop og RnB.. Ég á mér nokkra uppáhalds-uppáhalds og það eru Drake, Chris Brown, Lil Wayne, Usher og Trey Songz. Þegar kemur að eldri tónlist að þá er ég voða mikið í rólega og rómantíska gírnum, eins og Dont Wanna Miss a Thing og fleiri þannig.“

Sjónvarpsþáttur

„Ég held ég verði að segja Keeping Up With The Kardashians en ég er alveg fan #1. Horfi bókstaflega á allt sem kemur í sjónvarpi með þeim, las bókina þeirra og fylgist með þeim á hverjum degi. Viðurkenni alveg að ég er soldið slæm með þetta Kardashians æði hjá mér.“

Bókin

„Það er Kardashians bókin.“

Vefsíða

„Facebook.com, bleikt.is, menn.is, visir.is, billboard.com, youtube.com.“

Matur

„Ég er mikil kjúklingamanneskja, enda ekki annað hægt þegar maður býr í Bandaríkjunum, en Boneless BBQ wings eru í miklu uppáhaldi og líka mexíkanskur matur.“

Drykkur

„Mér finnst Dr. Pepper alveg yndislega góður drykkur og þegar kemur á áfengum drykk er Strawberry Mojito að koma sterkur inn núna í sumar.“

Efri mynd/Gunnar Gestur

Neðri myndin er úr Sloggi keppninni sem Dísa sigraði á dögunum

[email protected]