Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF í 30 ár: Adam skorar 130 stig
Laugardagur 19. nóvember 2011 kl. 14:56

VF í 30 ár: Adam skorar 130 stig



Fyrir u.þ.b 20 árum síðan var Gunnar Adam Ingvarsson, eigandi skemmtistaðarins Center rétt rúmlega 14 ára. Á fimmtudaginn var varð hann 35 ára gamall og hélt væntanlega upp á daginn með pomp og prakt. Í tilefni þess rakst blaðamaður VF fyrir tilviljun á gamla frétt af Adam, eins og hann er oftast kallaður þar sem hann var að gera það gott í snókermót hérna um árið, en Adam hefur jafnað þótt lipur með kjuðann.

Í hefti Víkurfrétta frá árinu 1991 segir frá einstöku afreki Adams þar sem hann hreinsaði borðið og skoraði fyrir það 130 stig. Hann stillir sér svo upp fyrir ljósmyndara, hæstánægður með stigin sín 130 eins og sjá má í meðfylgjandi grein.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024