VF-17: Kristján Sigurðsson
Kristján Rúnar Sigurðsson leikur bakvarðastöðu með Njarðvíkurliðinu. Hann þykir eitruð skytta og gefur því skiljanlega lítið fyrir hugmyndir um afnám þriggja stiga línunnar. Uppáhaldshljómsveit Kristjáns er Creedence Clearwater Revival og hann myndir kaupa sér körfuboltaskó ef hann ætti að eyða tíu þúsund kalli. Kristján svarar hér laufléttum VF-17 spurningum.
Nafn: Kristján Rúnar Sigurðsson
Aldur: 18 ára
Uppáhaldstala: 8
Stjörnumerki: Hrútur
Hvenær byrjaðirðu í körfunni?
Eitthvað um 10 ára
Hvað er uppáhaldsliðið/leikmaðurinn í NBA?
Detroit Pistons, Chauncey Billups
Hvaða leikmann á Íslandi myndir þú borga fyrir að sjá og af hverju?
Allt Njarðvíkurliðið eins og það er að spila núna
Hvað er þitt mesta afrek á körfuboltavellinum?
Norðurlandameistari með u-18 í vor
Uppáhaldshljómsveit?
Creedence Clearwater Revival
Hverjar eru uppáhalds vefsíðurnar þínar?
umfn.is, fotbolti.net
Hvaða geisladisk keyptirðu síðast?
Hljóðlega af stað með Hjálmum
Hvað ætlarðu að verða?
Hef ekki hugmynd
Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða tíuþúsundkalli?
Kaupa mér annað par af körfuboltaskóm
Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi:
-Spalding: Körfubolti
-Kobe: Bryant
-Teitur Örlygsson: Einn besti körfuboltamaður Íslands fyrr og síðar
-FM-957: Leiðindi
-Vf.is: Góð vefsíða
Hvað finnst þér um þær hugmyndir að leggja af 3ja stiga körfur?
Líst ekkert á þá hugmynd.