Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

VF-17: Hvernig verður heimurinn árið 2500?
Fimmtudagur 27. febrúar 2003 kl. 11:43

VF-17: Hvernig verður heimurinn árið 2500?

Í næstu VF-17 verða formenn nemendafélaga allra grunnskóla á Suðurnesjum kynntir og spurðir spjörunum úr. Lilja Karen Steinþórsdóttir er formaður nemendaráðs Heiðarskóla og hennar helstu áhugamál eru m.a. snjóbretti, kvikmyndir og félagslíf.Nafn: Lilja Karen Steinþórsdóttir
Aldur: 15
Uppáhaldstala: 7
Stjörnumerki: vog

Er mikið að gera sem formaður nemendafélagsins?
Ekkert meira en vanalega en ég tel mig ekki vera að gera alla vinnuna, það taka allir jafn mikinn þátt í verkefnum eins og ég en ég tek frekar á mig ábyrgðina.

Hvað hefur verið að gerast í félagslífinu í Heiðarskóla?
Spurningakeppni Grunnskólanna „Gettu enn betur“ var haldin hér í skólanum fyrir stuttu og svo eru það bara diskótekin og þetta venjulega.

Hvað er á döfinni?
Körfuboltamót grunnskólanna verður haldið hérna á næstunni og svo veit maður aldrei ef við gerum eitthvað skemmtilegt á öskudaginn...

Hver eru þín helstu áhugamál?
vinir, dans, tónlist, kvikmyndir, snjóbretti, félagslíf og bara eitthvað sem mér dettur í hug að gera.

Uppáhaldshljómsveit?
Þær eru svo margar að ég get ómögulega valið mér eina!

Hverjar eru uppáhalds vefsíðurnar þínar?
nulleinn.is og margar aðrar, fer eftir því hverju ég er að leita af.

Hvaða geisladisk keyptirðu síðast?
Það man ég ekki! Það er svo langt síðan.

Hvað ætlarðu að verða?
Það er ekki ákveðið en mig langar helst að vera lögfræðingur eða hótelstýra - eitthvað sem launar vel.

Hvað myndirðu kaupa ef þú ættir að eyða þúsundkalli?
Ég myndi líklega fara í bíó með vinum mínum.

Eitt orð sem kemur upp í hugann þegar þú heyrir eftirfarandi:
-Britney Spears: Katrín systir mín.
-Ísbjörn: Kók
-Æskan: tímarit
-Kaffi: langafi
-www.vf.is: fréttir

Hvernig heldurðu að heimurinn verði árið 2500?
Hungur og fátækt heyra sögunni til og allir lifa í sátt og samlyndi í tæknivæddari heimi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024