Vettvangsferð yngstu kynslóðarinnar
- naut veðurblíðunnar í skrúðgarðinum.
Leikskólabörn nutu víða veðurblíðunnar sem hefur verið að undanförnu m.a. í vettvagnsferðir um bæinn sinn. Þessir hressu 3 ára nemendur í Tjarnarseli í Reykjanesbæ fóru í leiki og sátu þess á milli prúðir í skrúðgarðinum í bænum sínum. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tilefni og birtar á facebook síðu Tjarnarsels.
Víkurfréttir hvetja leikskóla á Suðurnesjum til að senda skemmtilegar myndir úr starfi sínu í [email protected].