VETRARSTARFIÐ HJÁ KARLAKÓR KEFLAVÍKUR HAFIÐ
Ný stjórn Karlakórs Keflavíkur var valin þann 16. september síðastliðinn og eru í stjórn kórsins þau Páll B. Hilmarsson formaður, Sigurður J. Magnússon varaformaður, Guðmundur Árnason ritari, Guðjón Sigbjörnsson gjaldkeri og Ásgeir Gunnarsson meðstjórnandi. Viggó Viggósson verður áfram söngstjóri og Ágota Joó annast undirleikinn sjötta árið í röð. Guðbjörn Guðbjörnsson tenór mun raddþjálfa kórinn í vetur.Mörg verkefni framundanTil stendur að taka á móti karlakór utan af landi á haustdögum og halda með honum tónleika og fleiri gestakórar væntanlegir eftir áramót. Þá er stefnt að því að halda áfram hinum vinsælu sveitaböllum í KK-húsinu. Upptökum verður haldið áfram á nýjum geisladiski og undirbúnar tónleikaferðir næsta vor auk þátttöku á Kötlumóti Sambands Sunnlenskra karlakóra.Safnað í sögunaMikið átak á á gera í söfnun heimilda og ljósmynda frá liðnum árum því kórinn verður 50 ára 2003 og áætlað að gefa út sögu hans á afmælisárinu. Æft tvisvar í viku í veturAð starfa í kalrakór er skemmtilegt og gefandi fyrir menn á öllum aldri og kórinn getur bætt við sig söngmönnum á öllum raddsviðum. Æfingar eru á mánudags- og fimmtudagskvöldum og geta þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í skemmtilegum félagsskap haft samband við Pál í síma 699-6869 og 421-2836 eða einhvern annan starfandi kórfélaga.