Vetrarstarf söngseturs Estherar Helgu kynnt
Söngsetur Estherar Helgu er að hefja fjórtánda starfsár sitt og það fjórða á Suðurnesjum. Kennt er í Kvennó í Grindavík á fimmtudögum. Brimkórinn, hópur fyrir fólk á öllum aldri og Brimlingar sem er unglingahópur. Lögð er áhersla á söngkennslu, raddþjálfun og síðan æfð dagskrá fyrir tónleika.Dagskráin er blanda af léttum dægurperlum, gospel og söngleikjatónlist.
Námskeiðin hafa verið vel sótt og húsfyllir á öllum tónleikum kóranna.
Kynning á dagskrá vetrarins verður fimmtudaginn 12. september n.k. kl. 20.00 í Kvennó, Grindavík.
Allir eru hjartanlega velkomnir!
Námskeiðin hafa verið vel sótt og húsfyllir á öllum tónleikum kóranna.
Kynning á dagskrá vetrarins verður fimmtudaginn 12. september n.k. kl. 20.00 í Kvennó, Grindavík.
Allir eru hjartanlega velkomnir!