VETRARSTARF KVENFÉLAGSINS Í NJARÐVÍK AÐ HEFJAST
Vetrarstarfið hjá Kvenfélagi Njarðvíkur fer senn að hefjast. Ýmislegt verður á döfinni, svo sem konfektgerð, jólabingó og fleiri fjáraflanir. Nýjar nefndir taka til starfa og verður spennandi að sjá hvað þær hafa fram að færa.Kvenfélagið í Njarðvík varð 55 ára þann 17.september sl. og fyrsti fundur þess verður því nokkurs konar afmælisfundur. Hann verður haldinn 11.október klukkan 19:30 í íbúð félagsins. Félagskonur fjölmennið og nýjir félagar ávallt velkomnir. Afmæliskaffi í boði félagsins.FormaðurHulda Þorbjörnsdóttir.