Vetrarstarf Kvenfélags Keflavíkur að hefjast
				
				
Vetrarstarf Kvenfélags Keflavíkur er að hefjast en fyrsti fundur haustsins verður þann 6. október nk. að Smiðjuvöllum 8 í Keflavík. Fundurinn hefst kl. 20:50. Félagskonur eru hvattar til að taka með sér gesti og segir í tilkynningu frá stjórn Kvenfélagsins að þær vonist til að sjá sem flestar konur og þær séu hressar og kátar.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				