Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vetrarstarf Karlakórsins farið í gang
Fimmtudagur 14. október 2004 kl. 11:31

Vetrarstarf Karlakórsins farið í gang

Vetrarstarfið hjá Karlakór Keflavíkur hófst fyrir stuttu og lítur út fyrir enn einn skemmtilegan vetur. Starfið hefur sjaldan verið öflugra, en þetta er 51. aldursár kórsins.

Blaðamaður Víkurfrétta mætti á æfingu á mánudagskvöld og hitti fyrir fjölmarga skemmtilega stórsöngvara, en kórinn telur nú um 40 félaga. Guðjón Sigbjörnsson, formaður kórsins, sagðist hlakka til vetursins. „Við vorum að fá til okkar nýjan kórstjóra, Guðlaug Viktorsson, en hann stjórnar m.a. líka Lögreglukór Reykjavíkur. Með nýjum mönnum koma alltaf nýjar áherslur, en við erum núna með léttara prógram og fjölbreyttara lagaval en áður.“
Guðjón segir að nýliðun í kórnum sé nokkuð erfið en þó séu alltaf einn og einn að bætast við. „Við höfum samt enst í rúm 50 ár og nú höfum við félaga á öllum aldri. Elsti félaginn er 90 ára og sá yngsti er 18 ára þannig að það er ekkert kynslóðabil hjá okkur,“ segir Guðjón og brosir.
Þeir sem til þekkja vita það mætavel að þeir sem hafa einu sinni verið í kór losna ekki svo gjörla við bakteríuna. „Þetta er góður félagsskapur og alltaf jafn gaman. Ég vil bara hvetja áhugasama til að hafa samband eða mæta á æfingar, en við æfum tvisvar í viku.“

Birgir Haraldsson er nýjasti meðlimur kórsins og syngur 1. tenór. „Ég byrjaði í september, en mig hafði lengi langað til að prófa,“ sagði Birgir og telur byrjunina lofa góðu.  „Ég býst við því að vera í kór um ókomin ár og hlakka mikið til.“

Rétt áður en æfingin hófst mættu tveir kappar sem vildu prófa sig og voru teknir í prufu af kórstjóra. Þrýst var á blaðamann að láta prófa sig, en af fenginni reynslu var það
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024