Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vetrarstarf Karlakórsins að hefjast
Þriðjudagur 13. september 2011 kl. 16:39

Vetrarstarf Karlakórsins að hefjast

Nýtt starfsár Karlakórs Keflavíkur hefst með æfingu mánudaginn 19. sept.n.k. Þannig hefur það verið síðustu næstum 60 árin og segir sína sögu um þennan félagskap sem stöðugt gengur í endurnýjun lífdaga.

Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson og er þetta 7unda starfsár hans.

Í vetur verður ráðist í ýmis verkefni, en eitt það fyrsta verður undirbúningur aðventutónleika í desember og svo meginverkefnið sem eru æfingar fyrir vortónleika.

Fjölmörg önnur verkefni eru á dagskrá kórsins á hverjum vetri og líkur vetrarstarfinu yfirleitt með vorferð þar sem kórfélagar fara ásamt mökum sínum í helgarferð út á land og þá er blandað saman tónleikahaldi og annarri skemmtun.

Sú hefð hefur skapast síðustu árin að bjóða nýliða velkomna í kórinn með því að bjóða þeim til veislu þar sem boðið er upp á mat og drykk, ómældan söng og aðra skemmtun.

Þeir sem mætt hafa í þetta hóf hafa mar gir hverjir orðið innmúraðir kórfélagar í kjölfarið. Nú er verið að undirbúa hófið.

Sért þú sem ert að lesa karlkyns, hafir gaman af að syngja og hafir áhuga á að starfa í skemmtilegum félagsskap, þá átt þú heima hjá okkur.

Vertu ófeiminn að hafa samband við Guðjón í síma 6903079 eða Pál í síma 6996869.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024