Vetrarfagnaður og villibráð í Bláa lóninu - myndir
Bláa lónið fagnaði vetrarkomu með fjöri og fjölda fólks.
Bláa lónið fagnaði vetrarkomu með því að bjóða samstarfsaðilum úr ferðaþjónustunni og víðar í fögnuð í Lava veitingasalnum. Fjöldi góðra gesta mætti í Lava og matreiðslumeistarar staðarins reiddu fram veitingar sem runnu ljúft ofan í maga.
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins sagði ferðaþjónustuna á Íslandi í mikilli sókn og þar væri Bláa lónið í framlínunni. Hann sagði mikilvægt að hlúa vel að greininni sem væri orðin ein af burðarásum íslensks atvinnulífs. Meðfylgjandi myndir tók Oddgeir Karlsson, ljósmyndari á vetrarfagnaðinum.
Villibráðarkvöld er orðið árlegur viðburður í Lava sal Bláa lónsins en ljósmyndari Víkurfrétta kíkti við sl. laugardag þegar fjöldi gesta mætti til að njóta ljúffengrar villibráðar.
Í ljósmyndasafni VF.IS er úrval mynda frá þessum tveimur kvöldum.
Stemmninging var góð í lóninu.