Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vetrarfagnaður í Bláa lóninu
Þriðjudagur 28. október 2003 kl. 11:21

Vetrarfagnaður í Bláa lóninu

Hátt í 200 manns sóttu hinn árlega vetrarfagnað Bláa Lónsins fimmtudaginn  23. október. Við þetta tækifæri kynnti Bláa lónið samstarfsaðilum nýjungar í þjónustu heilsulindarinnar. Kvöldið hófst með heimsókn í Saltfisksetrið í Grindavík þar sem bæjarstjóri Grindavíkur bauð gesti velkomna og boðið var upp á léttar veitingar.

 

Að heimsókn lokinni var farið í Bláa lónið þar sem gestum var boðið upp á nudd og Bláa lóns kokteil. Gestanna biðu síðan veitingar í veitingasal Bláa lónsins og létt skemmtidagskrá sem stóð fram eftir kvöldi. Færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir söng nokkur lög og Carlos frá Kramhúsinu kom og kenndi gestum nokkur spor í salsadansi við góðar undirtektir. Einnig frumsýndi Bláa Lónið nýja sjónvarpsauglýsingu sem kemur til með að fara í loftið eftir áramótin. Hljómsveitin HildirHans hélt síðan uppi góðri stemningu þar til gestir héldu heim á leið eftir skemmtilegt kvöld. Meðfylgjandi er mynd frá vetrarfagnaðinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024