VERSTI MATUR ÁRSINS:
Bjúgur meðkanilbragðiHelga Sigrún Harðardóttir var ráðin atvinnumálafulltrúi hjá Reykjanesbæ á árinu og hún hefur ekki alltaf fengið gott að borða. Bjúgur með kanilbragði og glær sósa með pappabragði var eitthvað sem hún fékk um borð í breskri flugvél. Hefurðu smakkað gufusoðna pizzu?BRÚÐUR ÁRSINS:Óþægilegur þessi strengur hérnaTveir fulltrúar J-listans sögðu af sér embætti í skipulags- og byggingarnefnd Reykjanesbæjar á árinu og sögðu bæjarstjórn verða að fá sér þægilegri strengjabrúður. Ástæðan er staðsetning á nýjum leikskóla við Krossmóa í Njarðvík. Talið bara við leikfélagið...SKAK ÁRSINS:GO GO GOVopnaskak varnarliðsins við Reykjanesbrautina var ein mesta skrautsýning á hernaðarlegum vettvangi sem haldin hefur verið á Suðurnesjum. Vélbyssugelt, sprengjudrunur og þyrluspaðasláttur voru einkenni sýningarinnar og einn sá mesti fjöldi hummerjeppa samankominn við Reykjanesbrautina.HÚS ÁRSINS:Grænt gras allt áriðFjölnotahúsið var byggt á árinu og er engin smábygging. Skóflustungan var tekin í sumar og þak komið á húsið áður en fyrstu snjókornin féllu. Glæsileg bygging sem tekin verður í notkun í byrjun þessa árs.USLI ÁRSINS:Komið með filmuna straxLjósmyndarar Víkurfrétta gerðu usla á heræfingu varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sl. sumar. Við munduðum myndavélina í aðalhliði Keflavíkurflugvallar með þeim afleiðingum að vopnaðir dátar og íslensk lögregla skárust í leikinn. Filman var gerð upptæk en fljótlega afhent aftur þar sem rétturinn var hjá Víkurfréttum.