Mannlíf

Verslunarmannahelgin: Kynntist manninum um versló 97´
Föstudagur 3. ágúst 2012 kl. 08:00

Verslunarmannahelgin: Kynntist manninum um versló 97´

Hallveig Fróðadóttir á eins og svo margir aðrir ógleymanlegar minningar frá Vestmannaeyjum um þessa mestu ferðamannahelgi ársins.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Við fjölskyldan ætlum að gera eitthvað skemmtilegt saman en aldrei slíku vant stendur ekki til að fara neitt. Aldrei að vita samt hvað manni dettur í hug.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Ég á mjög margar góðar minningar um verslunarmannahelgi, t.d. kynntist ég manninum mínum um versló 1997, svo verð ég bara að nefna þjóðhátíð 1993 sem var ógleymanleg með góðum vinkonum.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmanahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Góð verlunarmannahelgi fyrir mér er góður félagsskapur og hefur undanfarin 10 ár verið staðsetningin líka en bústaðurinn sem við höfum farið í var nýlega seldur og nú taka við nýjir tímar og nýjar hefðir. Annars verð ég alltaf að spila um verlsunarmannahelgi og hlusta á Rás 2 með manninum mínum!

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024