Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Verslunarmannahelgin: Kíki kannski á Innipúkann
Föstudagur 3. ágúst 2012 kl. 11:39

Verslunarmannahelgin: Kíki kannski á Innipúkann

Strákarnir í Valdimar verða ekkert að spila um þessa verslunarmannahelgi. Blaðamaður heyrði í Högna Þorsteinssyni gítarleikara hljómsveitarinnar og forvitnaðist um fyrirætlanir hans um helgina. „Við erum  bara rólegir í spilamennsku og eyðum kröftunum frekar í að klára okkar næstu plötu sem er væntanleg innan skamms. Við spilum reyndar í einhverju einkapartýi um helgina en ekkert opinberlega,“ sagði Högni.

Hvað á svo að gera um verslunarmannahelgina?

Ég er búinn að vera mikið úti á landi síðustu vikur, aðalega að renna fyrir fisk, svo ég held að ég verði bara heima þessa Verslunarmannahelgina. Jafnvel að maður kíki á Innipúkann.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?

Ég hef einu sinni farið á þjóðhátíð í Eyjum það var mjög fínt, en ekki endilega eitthvað sem ég mundi nenna að gera aftur. Það var líka mjög gaman á Innipúkanum í fyrra, þá vorum við í Valdimar að spila, tókum nokkur lög með Eyjólfi Kristjánssyni og settum þau í okkar búning.

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmanahelgi?

Nei ég er ekki með neinar sérstakar hefðir um þessa helgi, aðallega bara að vera i góðra vina hópi. Umhverfi og aðstæður eru svo aukaatriði.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Látum fylgja með hér útgáfu Valdimar af Álfheiði Björk eftir Eyjólf Kristjánsson.