Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 5. ágúst 2012 kl. 12:00

Verslunarmannahelgin: Drífum okkur vestur

Laufey Kristjánsdóttir rekur umboðsskrifstofu fyrir Happdrætti Háskólans, SÍBS, Heimsferðir og Úrval Útsýn og bætti nýlega við upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Hafnargötu. „Við þurfum að stækka kökuna hérna og fá ferðamenn til að staldra lengur við hér. Við höfum svo margt áhugavert fram að færa en þurfum að standa saman til þess. Ekki að horfa á samkeppnina heldur hvernig við getum bætt þjónustuna við ferðamenn og boðið upp á fjölbreyttari afþreyingu,“ sagði Laufey en hún ætlar að hafa það náðugt um helgina.

Hvað á svo að gera um helgina?
Við hjónin ætlum að drífa okkur vestur um verlunarmannahelgina. Vera þar í góðu yfirlæti hjá ættingjum. Förum svo til Aðalvíkur á þriðjudeginum og verðum þar í viku. Við ætlum að leggja af stað á laugardagsmorgninum og sleppa þannig við mestu umferðina.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Fórum lengi vel með strákana okkar í Galtalæk, en að öðru leyti höfum við haft það rólegt og notið kyrrðarinnar í góðu Keflavík um þessa helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024